Leikjarýni

Birt þann 5. október, 2021 | Höfundur: Steinar Logi

0

NBA2K22 (PS5) – Betri en í fyrra

NBA2K22 (PS5) – Betri en í fyrra Steinar Logi

Samantekt: Betri en í fyrra. Ekki mikil breyting en betri spilun en síðast

3.5

Góður


NBA2K22 er mjög líkur NBA2K21 þannig að flest sem ég skrifaði síðasta ári á enn við en sumt fer á betri veg enda hefur leikurinn verið að fá aðeins betri umsagnir en í fyrra.

Eins og áður þá eru MyCareer og MyTeam stærstu hlutar leiksins. Sagan í MyCareer hefur verið stytt talsvert. Í stað þess að fá fræga leikara og of mikið af sögu þá hefur þetta verið einfaldað talsvert. Núna ert þetta bara þú og vinur þinn sem sér um allt og sagan gerist öll í íbúðinni. Það snýst allt um leikina og að koma sér í NBA annað hvort með því að fara í gegnum menntaskóla eða G League. Þegar þú ert svo kominn í NBA þá fara hlutirnir að verða margbreytilegri skulum við segja; núna vill okkar maður ekki bara vera NBA stjarna heldur líka stórt nafn í tónlist og tísku. Þannig heldur sagan áfram og leikurinn snýst ekki bara um að styrkja (levella) spilarann þinn á vellinum heldur einnig í að vera tónlistarmaður (lesist: rappari) og tískufrömuður. Þar með er leikurinn orðinn meiri RPG leikur en maður hefur vanist. Hérna er allt sem maður getur styrkt sig í: Music, Free spirit, NBA, Solo player, Flashy, Fashion, Corporate, Street, Team oriented og Fundamentals.

Þannig að ef þér leiðist að bara skjóta á körfu þá er hægt að vinna í ýmsum verkefnum sem oftar en ekki tengjast einhverju fyrirtæki allt frá Adidas í State Farm tryggingar. Það væri mjög forvitnilegt að vita hvað 2K leikirnir fá mikið greitt fyrir auglýsingar því að hvert ár þá bæta þeir við sig auglýsendum og þetta er út um allt, það er ekki reynt að fela þetta á nokkurn hátt.

Það væri mjög forvitnilegt að vita hvað 2K leikirnir fá mikið greitt fyrir auglýsingar því að hvert ár þá bæta þeir við sig auglýsendum og þetta er út um allt, það er ekki reynt að fela þetta á nokkurn hátt.

Borgin er stór hluti MyCareer og í fyrra þá var þetta algjör hörmung en núna hafa þeir bætt hana með öllum þessum verkefnum að ofan ásamt því að hún er meira lifandi núna; það er meira af fólki. Það tekur enn tíma að ferðast um en sem betur fer er frekar auðvelt að fá sér hjólabretti sem flýtir fyrir hlutunum. Einnig tóku þeir út þetta fáránlega skilyrði frá því í fyrra til að komast í borgina þegar maður þurfti að keppa á móti pay-to-win spilurum til að smátt og smátt ná sér í næg reynslustig til að komast inn.

MyTeam er að mestu leyti óbreytt. Það eru áfram tímabil (seasons) þar sem þú getur levellað upp með því að uppfylla stanslaust streymi af áskorunum og eins og í fyrra þá þjónar þetta mest þeim sem eyða alvöru pening í að kaupa spil en það er samt hægt að hafa gaman af og fá eitthvað út úr þessu. Þetta er aðeins betra ástand fyrir spilara sem kaupa ekki neitt því maður fær fljótlega mjög gott lið bara með því að spila; það þarf ekki einu sinni að spila það mikið.

Einnig er hægt að spila í WNBA þ.e.a.s. kvenkyns NBA en það er bara svipur hjá sjón miðað við karlaboltann t.d. er sagan engin og mun minna að gera og stefna að.

Einnig er hægt að spila í WNBA þ.e.a.s. kvenkyns NBA en það er bara svipur hjá sjón miðað við karlaboltann t.d. er sagan engin og mun minna að gera og stefna að. Það er líka búið að betrumbæta MyLeague fyrir þá sem spila það.

Stærsta breytingin er spilunin sjálf og þar af eru tveir stórir þættir.

Stærsta breytingin er spilunin sjálf og þar af eru tveir stórir þættir. Vörnin er mun mikilvægari núna og það er meira um varin skot og það þýðir ekki lengur bara að hlaupa framhjá varnarmönnum. Núna þarf maður meira að stóla á pick-and-roll, screen eða ýmis kerfi til að komast að körfunni. Leikurinn byggir meira á hæfni en heppni núna og margir langtímaspilarar eru mjög ánægðir með það.

Þrátt fyrir þessar breytingar er samt furðulegt hvað sumir hlutir leiksins ásamt ýmsum villum eru algerlega óhreyfðir. Maður upplifði sömu hlutina og í leiknum í fyrra  eins og myndavélin festist stundum í replay mode eða að maður fær mínus fyrir að standa sig ekki í vörn þegar tölvan skiptir um manninn sem maður á að verjast á stað sem er ómögulegt að ná til í tíma. Einnig eru sömu hálftímasýningar með sama fólkinu í sömu fötunum og það er sama fólkið að garga á mann í 3 á móti 3 leikafbrigðinu. Það væri fínt ef þessir leikir kæmu út á tveggja ára fresti því að hvert ár er eitthvað óklárað en auðvitað er það aldrei að gerast.

Á heildinni litið þá er hann betri en mörg önnur ár, sérstaklega það síðasta sem var eitt það versta lengi og því ekki mikil samkeppni.

Á heildinni litið þá er hann betri en mörg önnur ár, sérstaklega það síðasta sem var eitt það versta lengi og því ekki mikil samkeppni. En stanslausar auglýsingar og nokkurn veginn sama hamsturhjól og í fyrra draga úr endingunni.

> Nánar er fjallað um NBA2K22 í Leikjvarpinu.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑