Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Fallegur Baldo þarf á lagfæringu að halda
    Leikjarýni

    Fallegur Baldo þarf á lagfæringu að halda

    Höf. Bjarki Þór Jónsson14. september 2021Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina.

    Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr í ævintýralandinu Rodia. Baldo kemst snemma í tæri við galdra sem gerir honum kleift að opna töfradyr og uppgötva ný svæði. Sverðið finnur hann líka fljótlega og kemur það til góðs til að berjast gegn óvinum sem reyna að hindra ferðir Baldos. Baldo tekur að sér ýmis verkefni og lendir í ýmsum ævintýrum og þarf að leysa þrautir, berjast við óvini og stúta endaköllum.

    Tilfinningin er sú að leikurinn hefði þurft nokkra mánuði til viðbótar í þróun en það er að finna nokkuð mikið ójafnvægi í leiknum auk þess sem töluvert af böggum er að finna í leiknum sem hafa áhrif á upplifunina.

    Þrátt fyrir fallegt útlit á tölvuleiknum og ágæta byrjun versnar leikurinn jafnt og þétt því lengra sem líður á spilunina. Tilfinningin er sú að leikurinn hefði þurft nokkra mánuði til viðbótar í þróun en það er að finna nokkuð mikið ójafnvægi í leiknum auk þess sem töluvert af böggum er að finna í leiknum sem hafa áhrif á upplifunina. Ójafnvægið lýsir sér fyrst og fremst í því hve auðvelt er að deyja í leiknum en lítill greinarmunur er gerður á litlum óvinum og endaköllum, örfáar snertingar við venjulegan óvin geta verið banvænar og óvinir eiga of auðvelt með að loka þig af út í horni og drepa þig.

    Í mínu tilfelli þurfti ég að endurspila fyrsta klukkutímann í leiknum þar sem galli varð til þess að ég þurfti að hefja nýjan leik. Síðar í leiknum var ekki hægt að klára verkefni vegna galla. Þessir gallar eru víða í leiknum og gera upplifunina heldur þreytandi. Þess utan er leikurinn sjálfur frekar einhæfur í spilun og býður ekki upp á mikla dýpt.

    Fjallað var um leikinn í þætti tuttugu og sjö af Leikjavarpinu og er hægt að nálgast kaflann úr hlaðvarpsþættinum hér fyrir neðan.

    Baldo The Guardian Owls NAPS team Studio Ghibli zelda
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaDaði Freyr með Psychonauts 2 tónleika
    Næsta færsla Tíminn tikkar í Twelve Minutes
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.