Undanfarna daga hefur Sveinn Aðalsteinn verið að dusta rykið af gömlum tölvuleikjum og spilað vel valda leikjatitla. Hingað til hefur hann spilað leikina Mafia (2002), The Saboteur (2009), Star Wars: Republic Commando (2005) og Legendary (2008) og er hægt að nálgast upptökur af spilunum á YouTube-rás okkar. Aldrei er að vita nema fleiri leikir bætist við á næstunni!
Vilt þú að Sveinn spili einhvern ákveðinn tölvuleik? Sendu @Bumbuliuz þá línu á Twitter.
