Birt þann 11. júní, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Sýnishorn úr væntanlegum PlayStation 5 leikjum
Rétt í þessu lauk sérstakri PlayStation 5 kynningu Sony þar sem fyrirtækið sýndi í fyrsta sinn útlit tölvunnar. Samhliða því voru sýnd stutt sýnishorn úr væntanlegum PS5 leikjum. Þar á meðal úr nýjum Horizon leik, nýjum Ratchet and Clank leik, nýjum Spider-Man leik ásamt því sem nýir og ferskir leikjatitlar voru kynntir til sögunnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin sýnishorn.
HORIZON: FORBIDDEN WEST
PROJECT ATHIA
STRAY
PRAGMATA
RETURNAL
RESIDENT EVIL VILLAGE
KENA: BRIDGE OF SPIRITS
RATCHET & CLANK: RIFT APART
Einnig var sýnt brot úr næsta Gran Turismo leik, nýjum LittleBigPlanet leik, nýjum Spider-Man leik, Destruction AllStars, Goodbye Volcano High, Oddworld: Soulstorm, GhostWire: Tokyo, JETT: The Far Shore, Godfall, Solar Ash, Hitaman III, Astro’s Playroom, Little Devil Inside, NBA 2K21, Bugsnax, Demon’s Soul (remake) og Deathloop.
Forsíðumynd: Returnal