Leikjarýni

Birt þann 17. október, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Hugmyndasnautt verkefni verður Breakpoint að falli

Hugmyndasnautt verkefni verður Breakpoint að falli Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Breakpoint er gallaður á köflum og skortir ákveðinn fókus. Þetta er leikur sem þó er hægt að hafa gaman af.

2.5

Röð misgóðra hugmynda


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Það er erfitt að vita hvað Ubisoft ætlaði sér með nýjasta leiknum í Ghost Recon seríunni. Við fyrstu sýn virðist sem að Breakpoint hafi verið ætlað að vera skref fram á við þar sem „RPG“ og „Survival” leikjakerfi áttu að spila stóran hlut, aftur á móti það sem fólk fékk í hendurnar virðist hafa verið útþynnt og á köflum óklárað.

Ghost Recon: Breakpoint gerist árið 2023, fjórum árum eftir atburði Ghost Recon: Wildlands, og fara leikmenn í fótspor hermannsins Anthonys „Nomad“ Perryman sem er sendur til eyjunnar Aurora í Kyrrahafinu að finna hvað varð um skip sem sökk þar nálægt.

Þegar hann kemur á staðinn er þyrla sveitarinnar hans skotin niður og hann kemst fljótt að því að fyrrum Ghost-liðar sem kallast núna Úlfarnir og eru leiddir af Walker (leikinn af Jon Bernthal), hafa tekið yfir þessaari „tækniparadís“ og eru að nota tækni og tól eyjunnar á dularfullan hátt.

Þetta hljómar vel á pappír hingað til, tækni-þriller þar sem þú þarft að laumast og lifa af við erfiðar aðstæður þar sem hættan er við hvert horn og þú hefur sjaldan öll þau tól sem þú þarft til að lifa af. Vandinn er að þetta er bara ekki þannig í leiknum. Þú eða sveitin þín sem þú spilar með vinum þínum eða öðrum leikmönnum er snögg að snúa taflinu við og eftir nokkurra tíma spilun er ógnin sem á að vera til staðar skipt út fyrir pirring og gremju yfir vannýttum tækifærum sem leikurinn hafði til góðs.

Þegar allt gengur upp, getur verið mjög gaman að laumast um og ráðast á vandann á taktískan hátt.

Í svona leik er nánast hægt að gera ráð fyrir því að sagan vinni engin verðlaun. Saga Breakpoint er þannig og slakari ef eitthvað er.

Í svona leik er nánast hægt að gera ráð fyrir því að sagan vinni engin verðlaun. Saga Breakpoint er þannig og slakari ef eitthvað er. Mikið af raddleikurum leiksins virðast varla leggja sig fram og greyið Jon Bernthal (úr Walking Dead og Punisher) er sá eini sem virðist gera það. Vandinn er að hans persóna er einstaklega lítið nýtt og fyrir vikið fær hann ekki mikið tækifæri að vera sú ógn sem líklega ætlað var.

Breakpoint byggir að mörgu leyti á Ghost Recon: Wildlands sem kom út árið 2017. Sá leikur gerðist í Bólivíu og fjallaði mikið um fíkniefnaiðnaðinn og gengið sem hafði tekið völdin í landinu. Aftur engin sérstök saga sem slík en hún var að mestu það sem maður gerði ráð fyrir í leik sem slíkum og var vel raddsett og leit vel út.

Breakpoint virðist taka skref aftur með hluti úr Wildlands t.d. láta farartækin aðeins verr að stjórn og það er ekki jafn mikið lagt upp úr t.d hvernig byssukúlur missa hraða með fjarlægð. Heimur Aurora er klárlega stærri og þéttari en í Wildlands en hann virðist samt skorta einhvern karakter. Það er of mikið af umhverfi og byggingum sem virðast vera klippt og límd til á milli svæða. Þetta er pínu sorglegt þar sem eyjan Aurora er á köflum falleg og það hefði verið gaman að sjá meira gert með umhverfi hennar.

Klassarnir gefa mismunandi bónusa til að verðlauna vissa leikstíla.

Hægt er að velja á milli fjögurra klassa; Field Medic, Assault, Panther og Sharpshooter. Hvert þeirra gefur vissa bónusa þegar spilað er og hægt er að uppfæra í hæfileikatré leiksins. Til að styrkja  sitt svið er nauðsynlegt að spila á vissa vegu og þannig hækkarðu í tign og verður betri. Auðvelt að er skipta á milli þeirra síðar eftir því  leikstíll hentar hverju sinni. Þessir klassar koma einnig við sögu í Ghost War fjölspiluninni og báðir hlutar leiksins deila árangri en í fjölspilunni er útbúnaðurinn og annað jafnað út á meðal leikmanna svo allir standi á jöfnum fæti.

Eitt af því sem er nýtt í Breakpoint og klárlega fengið lánað úr öðrum leik frá Ubisoft, The Division 2, er „loot” kerfið. Leikmenn eru reglulega að finna ný vopn, brynjur og aðra hluti sem nýtast þeim til að berjast við óvinina.

Eitt af því sem er nýtt í Breakpoint og klárlega fengið lánað úr öðrum leik frá Ubisoft, The Division 2, er „loot” kerfið. Leikmenn eru reglulega að finna ný vopn, brynjur og aðra hluti sem nýtast þeim til að berjast við óvinina. Hverjum einasta hlut er raðað eftir útbúnaðareinkunn og er takmarkið að hækka það nógu hátt til að eiga séns í lokabardaga leiksins og síðar Raid og aðra hluta leiksins.

Dróna sjónarhornið er eitthvað sem þú munt sjá mikið af í leiknum.

Það er ekki hægt að saka Breakpoint um að vera nískur á hluti eins og sumir „looter shooter” leikir. Leikmenn eru reglulega að fá nýja hluti og stundum virkar þetta aðeins of mikið. Það fer mikill tími að fara í gegnum valmyndakerfi leiksins og velja bestu hlutina í hvert sinn. að er síðan hægt að uppfæra vopnin með vissum hlutum sem gefa þér vissa bónusa á móti óvinum eða hjálpa þér að laumast um. Vandinn við þetta að þegar þú ert búinn að ákveða byssuna sem þér líkar við, þá er leikurinn búinn að láta þig fá 3-5 í viðbót sem eru annað hvort jafn góðar ef ekki betri. Einnig hefur þetta almennt lítið að segja á móti venjulegum óvinum leiksins en þar er enn hægt að drepa flesta óvini með einni byssukúlu í hausinn. Þar sem þetta hjálpar  meira er á móti drónum og öðru vélrænum óvinum. Vandamálið er að þetta kom ósjaldan upp á mínum fimmtíu plús tímum að spila leikinn að ég þurfti alvarlega að pæla í þessu.

Þetta kerfi er vannýtt og það er ekki erfitt að sjá hvað olli þessu að hluta. Eitt af ljótustu orðunum í leikjabransanum er að marga mati er „micro-transactions“ og það er nóg af þeim í þessum leik. Rétt fyrir útgáfu leiksins fjarlægði Ubisoft möguleikann að kaupa reynslustig (xp) og aðra hluti sem gætu sparað tíma til að ná vissumm árangri í leiknum. Þetta var að þeirra sögn sett of snemma upp og átti að vera til staðar síðar fyrir þá sem kæmu seint að leiknum og vildu ná vinum sínum. Hve mikið er rétt eða leið til að bregðast við neikvæðri umfjöllun í kringum útgáfu leiksins er erfitt að segja til um. Þetta er því miður leiðinlegur hluti leikjaiðnaðarinsins í dag, en það er oft mismunandi hvernig fyrirtækin haga sér í þessum málum. Eins og er þá er nóg annað sem er hægt að kaupa í leiknum, eða finna frítt við venjulega spilun. 

Leikurinn er með ótal leiðir að bjóða þér uppá að kaupa þér styttri leið í gegnum hann.

Eitt af því sem pirraði mig einna mest voru þeir ótal gallar og villur sem leikurinn inniheldur.

Eitt af því sem pirraði mig einna mest voru þeir ótal gallar og villur sem leikurinn inniheldur. Leikmenn fljúgandi þyrlum utan þeirra, ósýnileg vopn, leikmenn dettandi í gegnum umhverfið eða festast í því, verkefni að klikka þar sem leikurinn fattaði ekki alveg hvað var að gerast, slæm gervigreind persóna sem þú áttir að hjálpa og maður gæti haldið áfram. Að svona stórt fyrirtæki eins og Ubisoft hafi sent frá sér leikinn í þessu standi er sorglegt að sjá, vegna þess að þrátt fyrir allar villur, skrítna hönnun, peningaplokk ofl. þá er oft  gaman í leiknum t.d. þegar þú ert að spila með vinum í gegnum netið og ráðast á óvinaherstöð eða leysa verkefni. Það er jafnvel hæt að hlægja pínu af leiknum. En þegar áðurnefndir þættir byrja að hafa áhrif á þetta, þá er ekki eins gaman.

Breakpoint hefði getað orðið dýpri leikur þar sem þú og vinir þínir hefðu þurft að skipuleggja ykkur til að spila eins og alvöru sérsveitarmenn þar sem hver ákvörðun gæti kostað ykkur lífið. Nauðsynlegt væri að gera að sárum ykkar í meiðslakerfi leiksins, drekka vatn eða borða jurtir til að ná heilsu fyrr. Umhverfið ætti að hafa áhrif og sum svæði eiga að vera erfiðari að fara yfir. Þetta hefði getað verið flottur hluti af leiknum, en í staðinn er þetta vannýtt. Miðað við að Assassin’s Creed leikirnir síðustu eru með fínt klifurkerfi og Breakpoint keyrir á sömu vél, þá var skrítið að sjá þetta ekki notað en í staðinn er maður rennandi niður kletta eins og grjót vegna þess að úthaldið manns var búið.

Það er ótrúlega mikið á kortinu til að kanna, verst hvað það er leiðinlegt að skoða kortið.

Upprunalega þegar Breakpoint var kynntur fyrr á árinu varð mér hugsað til Metal Gear Solid 3: Snake Eater en þetta er varla skugginn á honum og það var PlayStation 2 leikur. Það eru lítil tjaldsvæði dreifð um heiminn þar sem þú getur búið til hluti eða kallað eftir vopnum eða farartækjum. Þú getur líkaeytt hluti til að gefa þér tímabundinn „boost”. Þetta hafði möguleika á að vera stærri hluti af spilun leiksins en eins og svo margt annað þá er þetta vannýtt og flestir leikmenn munu ekki pæla mikið  í þessu nema í smátíma og til þess að flýta sér um kort leiksins.

Það er skrítið að fara í aðaltjaldbúðir leiksins í Erewhon og sjá ótal aðra leikmenn hlaupa um og fá verkefni eða versla hluti sem minnir frekar á leik eins og Destiny í stað þess að þú sért að berjast gegn ofurefli. Til allrar lukku er þetta einistaðurinn sem þú sérð aðra leikmenn og hvergi annar staðar. Þetta minnti mig pínu á að vera spila Mmo-Rpg leik þar sem tölvustýrðar persónur tala um að þú sért eina von þeirra og þegar samtalinu lýkur eru 10 aðrir leikmenn fyrir aftan þig að eiga sama samtalið við hann. Það er síðan alltof mikið af verkefnum sem láta þig fara í hringi um kortið að gera eitthvað sem ætti að taka miklu styttri tíma. 

Að spila með öðrum er líklega besti hluti leiksins.

Breakpoint inniheldur 4 á móti 4 Ghost War netspilun á sex smærri kortum, sem er skemmtilegt að spila í smástund og minnir mikið að Battle Royale æðið sem Fortnite og Pubg gerðu vinsælt. En eftir smá tíma verður það óspennandi nema fyrir þá allra hörðustu. Ubisoft eru búnir að lofa Raid verkefni til að spila síðar í mánuðinum sem ætti að verða meiri áskorun fyrir flesta.

Það er leiðinlegt að sjá í hvernig ástandi Ghost Recon: Breakpoint var gefinn út, einnig hversu mikið af góðum hugmyndum leiksins hafa verið þynntar og aðrir hlutir settir í hann til að tikka í einhver box.

Það er leiðinlegt að sjá í hvernig ástandi Ghost Recon: Breakpoint var gefinn út, einnig hversu mikið af góðum hugmyndum leiksins hafa verið þynntar og aðrir hlutir settir í hann til að tikka í einhver box. Það þarf einhver að benda Ubisoft á aðleikirnir þeirra þurfa ekki endilega að vera nákvæmlega eins, bara með öðruvísi veggfóðri og vera einhver áframhaldandi þjónusta í stað hefðbundins leiks. Það er gott að hafa í huga að leikurinn gerir kröfu að vera ávallt nettengdur og er ekki hægt að spila leikinn án þess, jafnvelþó þú sért einn að spila hann.

Þetta var bara hluti af þeim villum sem ég rakst á í leiknum.

Ubisoft hefur sýnt það í gegnum tíðina með leiki eins og Rainbow Six: Siege, For Honor og upprunalega Division að þeir voru tilbúnir að hlusta á fólk og bæta leikina og eftir nokkurn tíma bötnuðu þessir leikir mikið. Hvernig þetta verður með Breakpoint er erfitt að segja til um, hversu mikið er hægt að laga leikinn án þess að þurfa endurskrifa hluta hans er erfitt að segja. Minnsta kosti er hægt að laga þær ótal villur sem eru til staðar og gera hann aðeins betri í spilun.

Fyrir þá sem hafa áhuga á svona leikjum er spurning að skoða frekar The Division 2 eða Ghost Recon: Wildlands og bíða eftir að Breakpoint verði aðeins meira lagfærður.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑