Birt þann 17. apríl, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Leikir tilnefndir til verðlauna á Nordic Game Awards 2019
Battlefield V og Pode tilnefndir til flestra verðlauna. Tölvuleikir frá sænskum og dönskum leikjafyrirtækjum áberandi á listanum í ár.
Frá 2006 hafa norrænu tölvuleikjaverðlaunin Nordic Game Awards verið ómissandi hluti af hinni árlegu Nordic Game ráðstefnu sem að þessu sinni fer fram dagana 22.-24. maí í Malmö í Svíþjóð. Í dag var tilkynnt hvaða leikir eru tilnefndir til verðlauna í ár þar sem Svíar og Danir eru áberandi á lista. Enginn tölvuleikur frá íslensku fyrirtæki er tilnefndur að þessu sinni en í fyrra hlaut VR-leikurinn Sparc frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP verðlaun fyrir bestu tæknina.
Fyrstu persónu skotleikurinn Battlefield V og co-op þrautaleikurinn Pode eru tilnefndir til flestra verðlauna í ár, alls í fjórum mismunandi verðlaunaflokkum og þar á meðal í flokknum leikur ársins. A Way Out er tilnefndur til þriggja verðlauna og Forgotton Anne tilnefndur í flokknum leikur ársins en til gamans má geta þá birtum við viðtal í fyrra við Ingva Snædal hjá danska leikjafyrirtækinu ThroughLine Games sem gerði leikinn. My Child: Lebensborn er tilnefndur til tveggja verðlauna og vann sá leikur nýlega til BAFTA verðlauna.
BESTI NORRÆNI LEIKUR ÁRSINS
• A Way Out frá Hazelight (SE)
• Battlefield 5 frá EA DICE (SE)
• Brawl Stars frá Supercell (FI)
• Forgotton Anne frá Througline Games (DK)
• Pode by Henchman frá Goon (NO)
• Warhammer: Vermintide 2 frá Fatshark (SE)
BESTI NORRÆNI LEIKUR ÁRSINS – LÍTILL SKJÁR
• Cosmic Top Secret frá Klassefilm (DK)
• Fly THIS! frá Northplay (DK)
• Holedown frá Grapefrukt (SE)
• My Child: Lebensborn frá Sarepta Studio & Teknopilot AS (NO)
• Spitkiss frá Triple Topping Games (DK)
BESTA LISTRÆNA NÁLGUNIN
• Battlefield 5 frá EA DICE (SE)
• Fe frá Zoink (SE)
• Planet Alpha frá Planet Alpha Game Studio (DK)
• Pode frá Henchman & Goon (NO)
• Unravel 2 frá Coldwood Interactive (SE)
BESTA LEIKJAHÖNNUNIN
• A Way Out frá Hazelight (SE)
• Brawl Stars frá Supercell (FI)
• HITMAN 2 frá IO Interactive (DK)
• Iconoclasts frá Bifrost Entertainment (NO)
• Pode frá Henchman & Goon (NO)
• Warhammer: Vermintide 2 frá Fatshark (SE)
BESTA TÆKNIN
• Battlefield 5 frá EA DICE (SE)
• Budget Cuts frá Neat Corporation (SE)
• HITMAN 2 frá IO Interactive (DK)
• My Child: Lebensborn frá Sarepta Studio & Teknopilot AS (NO)
• Youropa frá Frecle (DK)
BESTA HLJÓÐIÐ
• Battlefield 5 frá EA DICE (SE)
• Just Cause 4 frá Avalanche Studios (SE)
• Planet Alpha frá Planet Alpha Game Studio (DK)
• Shrug Island – The Meeting frá Tiny Red Camel (DK)
• Warhammer: Vermintide 2 frá Fatshark (SE)
BESTA SKEMMTUNIN FYRIR ALLA
• Chimparty frá Napnok Games (DK)
• Claybook frá Second Order (FI)
• Moomin Match & Explore frá Snowfall Ltd. (FI)
• Pode frá Henchman & Goon (NO)
• Unravel 2 frá Coldwood Interactive (SE)
Forsíðumynd: Nordic Game