Fréttir

Birt þann 15. apríl, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tölfræði um íslenska tölvuleikjaspilara

Febrúar síðastliðinn birtum við niðurstöður úr nýrri könnun sem Gallup gerði í samstarfi við Origo. Þar kom meðal annars fram að 66% Íslendinga spila tölvuleiki, kynjahlutfall tölvuleikjaspilara er nokkuð jafnt hér á landi og að virkir spilarar verja daglega um einum klukkutíma í tölvuleikjaspilun. Hægt er að nálgast yfirlit yfir alla helstu niðurstöður úr umræddri könnun hér á heimasíðu Nörd Norðursins og horfa á kynninguna sem fram fór í höfuðstöðvum Origo í heild sinni hér á Facebook.

Margir hafa þó áhuga á að fletta sjálfir í gegnum tölurnar sem kynntar voru og rýna í þær á eigin hraða. Við fengum því leyfi hjá Origo til að birta niðurstöðurnar í heild sinni. Hægt er að nálgast glærupakkann sem notaður var til að kynna niðurstöðurnar í febrúar í PDF formi hér fyrir neðan.

Sækja gögn (pdf)

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑