Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Íslenskur ævintýraleikur og sýndarveruleiki til umfjöllunar í kvöld
    Menning

    Íslenskur ævintýraleikur og sýndarveruleiki til umfjöllunar í kvöld

    Höf. Bjarki Þór Jónsson19. september 2018Uppfært:19. september 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Leikjasamfélagið Game Makers Iceland stendur fyrir röð kynninga á íslenskum leikjafyrirtækjum. Að þessu sinni munu leikjafyrirtækin Myrkur Games og Aldin kynna starfsemi sína og verkefni. Kynningarnar hefjast kl. 19:00 í kvöld, þann 19. september, í Innovation House (Eiðistorgi) og eru opnar öllum sem hafa áhuga á því að kynnast íslensku leikjasenunni betur.

    Halldór S. Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Myrkur Games mun fjalla um The Darken, sem er ný leikjasería sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. Fyrirtækið hefur meðal annars fjárfest í motion capture búnaði sem verður notaður við gerð leiksins. Í leiknum The Darken fer spilarinn með hlutverk hetjunnar Ryn sem þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir í leiknum sem hafa bæði áhrif á gang sögu leiksins og leikjaseríunnar í heild sinni. Þeir sem voru á Midgard ráðstefnunni um helgina gátu í fyrsta sinn fengið að prófa brot úr leiknum, en hann er væntanlegur árið 2021.

    Hrafn Þorri Þórisson, framkvæmdastjóri og Steinn Valgarðsson framkvæmdastjóri tæknisviðs og meðstofnendur Aldin munu kynna fyrri verk fyrirtæksins og segja frá sýndarveruleikatitli sem er væntanlegur. Aldin er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sýndarveruleika og var stofnað árið 2013.

    Við hvetjum alla áhugasama til að mæta í kvöld og fjölmenna! Nánari upplýsingar má finna á Facebook-svæði viðburðarins.

    Mynd: Game Makers Meetup

    Aldin Dynamics Game Makers Iceland Myrkur Games The Darken
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSony kynnir PlayStation Classic leikjatölvuna
    Næsta færsla Red Dead Online
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.