Birt þann 15. júní, 2018 | Höfundur: Nörd Norðursins
Nörd Norðursins fer yfir E3 í Tæknivarpinu
Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson hjá Nörd Norðursins fóru yfir það helsta frá E3 tölvuleikjahátíðinni í nýjasta þætti Tæknivarpsins. Á E3 leggja stóru leikjafyrirtækin línurnar fyrir komandi mánuðu og ár og tilkynna væntanlega leikjatitla og ýmiskonar nýjungar. Bjarki, Daníel og Sveinn stóðu E3 vaktinu í ár á Nörd Norðursins og er hægt að nálgast helstu fréttir okkar frá E3 hér í sérstakri samantekt.
Hægt er að hlusta á E3 þátt Tæknivarpsins í spilaranum hér fyrir neðan, í gegnum flest hlaðvarps (podcast) öpp eða beint af heimasíðu Kjarnans.
Umsjón með þættinum hafa Gunnlaugur Reynir og Bjarni Ben.
Mynd: Wikimedia / cogdogblog