Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Unusual Suspects – „Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun“
    Spil

    Spilarýni: Unusual Suspects – „Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun“

    Höf. Magnús Gunnlaugsson7. janúar 2018Uppfært:8. janúar 2018Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er góð og gild regla að dæma ekki fólk eftir útliti, regla sem ég reyni að hafa oftar en ekki í huga. Það verður þó að viðurkennast að útlit mótar oftar en ekki skoðanir fólks á öðrum fyrir fram, eða ýtir að minnsta kosti ímyndunarafli þeirra af stað út frá því hvernig annað fólk lítur út, klæðir sig og hagar.

    Í Unusual Suspect eru leikmenn í leit að sökudólg sem framið hefur glæp. Sökudólgnum ásamt 11 öðrum einstaklingum er stillt upp fyrir framan vitni sem þarf að svara já og nei spurningum og er markmiðið að finna sökudólginn.

    HVERNIG SKAL SPILAÐ

    Einn leikmaður er valinn sem vitnið. Því næst er tólf andlitum raðað á borðið í fjórar línur, hver með þremur andlitum. Spurningastaflanum er dreift jafnt á alla leikmenn og að lokum dregur vitnið eitt spil úr þar tilgerðum stokk sem ákvarðar hver af þessum manneskjum er sökudólgurinn.

    Fyrsti leikmaðurinn dregur eitt spil úr spurningastaflanum, les upp spurninguna, og þarf vitnið svo að meta hvort svara skuli já eða nei.

    Fyrsti leikmaðurinn dregur eitt spil úr spurningastaflanum, les upp spurninguna, og þarf vitnið svo að meta hvort svara skuli já eða nei. Spurningarnar hafa þó ekkert að gera með með útlitið að gera heldur mun frekar með persónuleika þeirra eða áhugamál. T.d hvort þau sé trúuð? Eru þau vegan? Hafa þau farið á mótmæli? 

    Tökum dæmi. Ef vitnið svarar því játandi að persónan sé vegan þá vilja hinir leikmennirnir fletta öllum þeim andlitum sem þau meta að séu ekki vegan á bakhliðina. Þannig þrengja þau hringinn smátt og smátt. Ef hinsvegar svo til að þau fletti sökudólgnum á bakhliðina þá segir vitnið þeim það samstundis og leikmenn hafa tapað.

    Leikmenn skrá svo niður hve mörgum vitnum þau flettu við fyrir viðeigandi spurningu. Því fleiri spurningar sem leikmenn þurfa, því meiri tíma tekur það að finna sökudólginn. Leikmenn reyna svo í framhaldinu gera betur en í síðstu umferð og bæta tímann sinn.

    UPPLIFUN

    Það sem gerir Unusual Suspects skemmtilegt er fjölbreytni spurninganna og samræðurnar sem myndast hjá leikmönnum um hin og þessi andlit.

    Þó þema Unusual Suspects stangist á við flest það sem manni er kennt í góðu uppeldi þá kemur það að litlum sökum. Það sem gerir Unusual Suspects skemmtilegt er fjölbreytni spurninganna og samræðurnar sem myndast hjá leikmönnum um hin og þessi andlit. 

    Áður en þú veist eru þið farin að skapa heilu sögurnar í kringum þetta fólk. Hin og þessi manneskja væri nú alveg líkleg til að hafa lesið bækur en önnur þeirra er meira fyrir sjálfsævisögur á meðan hin les bara reyfara í anda Catcher in the Rye.  Svo gæti vel verið að gamla konan með permanentið og alltof stóru eyrnalokkana og hipsterinn í lopavestinu með trefilinn hlusti bæði á vínylplötur svo ekki getið þið útilokað þau.

    Hver umferð tekur ekki nema 15-20 mínútur og því fljótspilað, en í spilinu eru 70 vitni og 110 spurningar auk tómra spila sem leikmenn geta ritað sínar eigin spurningar á.

    SAMANTEKT

    Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun og Cards Against Humanity þá mæli ég með  Unusual Suspects…

    Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun og Cards Against Humanity þá mæli ég með  Unusual Suspects þar sem getið látið alla ykkar fordóma koma í ljós gegn hinu og þessu fólki. Þrælgott partýspil fyrir 3-16 leikmenn, en það féll vel í kramið í átta manna hóp sem ég spilaði það með.

    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: LocoRoco 2: Remastered – Krúttlegar kúlur og söngelskt illmenni
    Næsta færsla Bestu tölvuleikir ársins 2017
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.