Fréttir

Birt þann 21. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

SEGA retróleikir ókeypis í símann

Á næstu mánuðum mun SEGA endurútgefa fjölmarga klassíska retrósmelli fyrir snjalltæki. Verkefnið kallast SEGA Forever og er áætlað að nýir retrótitlar bætist við safnið í hverjum mánuði. Nú þegar hafa nokkrir leikir verið gefnir út í gegnum SEGA Forever batteríið og það eru leikirnir Sonic the Hedgehog, Comix Zone, Altered Beast, Kid Chameleon og Phantasy Star II.

Leikirnir eru og verða aðgengilegir í gegnum Google Play fyrir Android notendur og App Store fyrir iOS notendur.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑