Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2017 – Spilavinir og Nexus með dagskrá
    Fréttir

    Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2017 – Spilavinir og Nexus með dagskrá

    Höf. Magnús Gunnlaugsson26. apríl 2017Uppfært:26. apríl 2017Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Laugardaginn 29.apríl verður Alþjóðlegi borðspiladagurinn haldinn í fimmta skipti um heim allann. 

    Hér á Íslandi hafa tvær verslanir verið duglegar að bjóða uppá viðburði en sem fyrr eru það Spilavinir í bláu húsunum Faxafeni og Nexus í Nóatúni. Samkvæmt Facebook viðburði Spilavina er nóg á dagskránni t.d keppnismót í Pandemic, 7 Wonders og Carcassonne.

    Takmarkað sætapláss er á Pandemic mótið en alls geta átta tveggja manna lið tekið þátt eða hámark 16 spilarar. Í 7 Wonders mótinu eru glæsileg verðlaun fyrir efstu tvö sætin. Þáttökugjaldið verður hóflegt í 7 Wonders mótið en önnur mót eru gjaldfrjáls.

    Hjá Nexus hefst dagskráin kl 12:00 og verða einnig ýmsir viðburðir uppá teningnum (pun intendid), s.s málningarkennsla þar sem leikmenn geta æft sig að mála tindáta/figúrur sem fylgja mörgum borðspilum og eru einnig mikið notaðir við Warhammer spilun. Nexus skaffar bæði málningu og fígurur til að mála.

    Auk þess verða Pókemon kortaspilamót en leikmenn þurfa að mæta með sinn eigin 60 spila stokk til að geta tekið þátt. Seven Wonder: Duel mót mun standa yfir þar sem hámark 16 spilarar munu geta tekið þátt og mun Nexus veita verðlaun fyrir sigurvegara þess móts.

    Captain Sonar hefst svo um 16:00 en í því spili eru tvö fjögurra manna lið að elta uppi kafbát andstæðinganna. Hver leikmaður fær sitt hlutverk og er spilið spilað í rauntíma þ.e að allir leikmenn eru sífellt að gera og bregðast við skipunum og upplýsingum frá sínum liðsmönnum í leit að hinum kafbátnum.

    Undanfarin ár hefur verið gríðarleg gróska í spilum og má því með sanni segja að við séum stödd á gullöld borðspila!

    Fyrir þá sem vilja spila langt fram á nótt verður það einnig í boði en þá mun verða kennsla í spilum sem eru í lengri kantinum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði Nexus.

    Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við á báðum viðburðunum. Spil bjóða uppá frábærar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg gróska í spilum og má því með sanni segja að við séum stödd á gullöld borðspila!

    Alþjóðlegi borðspiladagurinn borðspil International TableTop Day nexus Spilavinir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSjónvarpsþáttarýni: The OA – Hvað gerðist eiginlega þarna?
    Næsta færsla Call of Duty: WWII væntanlegur 3. nóvember
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.