Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Mysterium (Tajemnicze Domostwo)
    Spil

    Spilarýni: Mysterium (Tajemnicze Domostwo)

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir2. apríl 2017Uppfært:2. apríl 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Tajemnicze Domostwo, eins og það heitir á frummálinu (spilið er einnig til í mjög svipaðri útgáfu á ensku og heitir þá Mysterium, en hér verður notast við pólsku frumútgáfuna), er samvinnuspil fyrir 2-7 spilara sem gengur út á að koma nákvæmum upplýsingum til skila eingöngu með fjölbreyttum myndspilum. Spilarar taka að sér hlutverk miðla sem reyna að leysa morðgátur með aðstoð „draugs“ sem sendir þeim vísbendingar í formi mynda. Nái þeir að túlka myndirnar rétt á nógu fáum umferðum komast þeir að því hver framdi morðið, hvar og með hvaða morðvopni, og hafa þá leyst morðgátuna og unnið spilið.

    Spilið hefst á að ákveðið er hver spilaranna verði draugurinn og hinir spilararnir eru þá miðlarnir. Draugurinn skoðar viðeigandi spil og velur í leyni morðvopn, staðsetningu og morðingja fyrir hvern spilara. Hann leggur síðan út spil sem sýna morðvopn, staðsetningar og morðingja – meðal þeirra eru spilin sem draugurinn valdi fyrir hvern spilara en einnig nokkur önnur, þannig að miðlarnir hafa úr þónokkrum kostum að velja. Í hverri umferð dregur draugurinn síðan hönd af spilum með litríkum og fjölbreyttum myndum, sem hann deilir út til miðlanna til að reyna að gefa þeim vísbendingar um hvaða vopn, staðsetning og morðingi (í þeirri röð) tilheyri hverjum miðli. Miðlarnir mega ræða sín á milli hvað þeir haldi að vísbendingarnar eigi að tákna, en draugurinn má að sjálfsögðu ekki taka þátt í þeirri umræðu eða gefa frekari vísbendingar.

    Spilararnir sættast á hvaða spil þeir halda að draugurinn sé að benda hverjum þeirra á, og draugurinn má síðan segja til um hvort það sé rétt eða ekki. Miðlarnir sem hafa giskað rétt á sitt spil fá þá í næstu umferð vísbendingar um næsta hlut í röðinni, en þeir sem giskuðu ekki rétt fá fleiri vísbendingar um sama hlut. Ef spilararnir ná að giska á rétt spil allra áður en öllum umferðunum lýkur, er spilið unnið, annars er því tapað.

    Spilin í Tajemnicze Domostwo eru mjög fallega hönnuð og mjög fjölbreytt – spjöldin sem sýna morðvopnin, staðsetningarnar og morðingjana eru vel hönnuð að því leyti að þau eru full af litlum smáatriðum sem draugurinn getur nýtt til að tengja við vísbendingaspjöldin, sem eru líka mjög fjölbreytt og falleg. Hvað spilunina sjálfa varðar er hugmyndin frumleg og skemmtileg, einskonar óvenjulegur millivegur milli Cluedo og Dixit, og það er hæfilega erfitt – manni finnst maður eiga möguleika á að vinna en það er samt alls ekki bókað að spilararnir vinni alltaf.

    Spilunin mun þó ekki henta öllum – þetta er ekki spil fyrir þá sem vilja harða samkeppni, og það gengur út á innsæi og túlkun miklu frekar en strategíu.

    Spilunin mun þó ekki henta öllum – þetta er ekki spil fyrir þá sem vilja harða samkeppni, og það gengur út á innsæi og túlkun miklu frekar en strategíu. Einnig er í eðli spilsins að meðan draugurinn er að gera hafa miðlarnir mjög lítið að gera, og öfugt, og umferðirnar geta tekið svolítinn tíma þannig að spilararnir geta þurft að bíða svolitla stund milli þess sem þeir hafa eitthvað að gera, sem gæti aftur ekki hentað sumum spilurum. Að lokum má nefna að ástæða þess að hér er fjallað um pólsku útgáfuna er að enska þýðingin þykir ekki nærri jafn góð – þar er búið að bæta inn ýmsum fídusum og aukahlutum sem gera mjög lítið fyrir spilið nema að draga það á langinn.

    Fyrir réttan hóp spilara er Tajemnicze Domostwo glæsilegt spil sem er frumlegt í spilun og fallegt í útliti. Það er fljótlært og endist þónokkrar endurspilanir.

    Myndir: Portal Games

    kortaspil Mysterium spilarýni Tajemnicze Domostwo
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÆtlar að gefa út Doom mod fyrir Stafakarlana
    Næsta færsla Waltz of the Wizard nú fáanlegur fyrir Oculus Rift
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Nú hægt að spila KARDS í símanum

    7. júní 2023

    Hættu að lesa um Inscryption!

    14. febrúar 2022

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.