Fréttir

Birt þann 15. mars, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Eric M. Lang ráðinn til CMON

Cool Mini or Not (CMON) tilkynntu nýlega að þeir hafa ráðið til sín spilahönnuðinn Eric M. Lang sem leiðtoga/yfirmann spilahönnunar (e. Director of Game Design) CMON. Eric M. Lang er þekktur fyrir epísk spil á borð við Chaos of the old World, Blood Rage, Arcadia Quest, The Others: 7 Deadly Sins og nýjasta verk hans Rising Sun sem er nú í gangi á Kickstarter.

Eric hefur áður unnið mikið með Fantasy Flight Games (FFG) og þá sérstaklega að LCG kortaspilunum þeirra auk XCOM: The Board Game. Auk þess hefur hann starfað fyrir Wizards of the Coast (WotC) og WizKids. Hann hefur unnið til þónokkurra verðlaun þar á meðal Diana Jones Excellence of Gaming Awards auk The Dice Tower Awards og fimm Origin Awards.

Sjálfur segir Eric: „CMON er mikill frumkvöðull í gerð borðspila, og þrátt fyrir glæsilegt úrval spila sé margt spennandi í framtíðinni. Það er mikil heiður að hefja störf fyrir Cool Mini or Not og miklir möguleikar í boði.

David Preti yfirmaður sköpunardeilda (e.Creative Director) hefur unnið með Eric að nokkrum spilum og hefur þetta um hann að segja: „Að fá Eric til liðs við okkur er stórfenglegt! Hann er góður vinur minn og ég hef unnið með honum að hönnun Blood Rage, Rising Sun og The Others. Ég veit því hvað hann hefur til brunns að bera og þann metnað sem hann tileinkar sér í hönnun spila. Ég er viss um að með Eric sem yfirmann spilahönnunar okkar mun CMON ná enn lengra og auka úrval okkar svo um munar. Ég get ekki beðið eftir því hvað hann mun færa aðdáendum okkar!

Eric mun hefja störf formlega þann 1. apríl næstkomandi!

Mynd: CMON

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑