Fréttir

Birt þann 8. mars, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

BoardGameGeek verðlaunin veitt í 11. sinn – Scythe sigurvegari í fimm flokkum!

BoardGameGeek verðlaunin eru vinsældarkosning meðal meðlima BoardGameGeek og má lýsa þeim sem vali fólksins fyrir bestu spil ársins 2016! Veitt eru verðlaun í ýmsum flokkum s.s besta spilið, besta kortaspilið, besta tveggja manna spilið og best myndskreytta spilið en alls eru flokkarnir 16 talsins. Ótvíræður sigurvegari kosninganna er spilið Scythe frá Stonemaier Games en það hlaut verðlaun í eftirfarandi flokkum:

  • Spil ársins 2016 (e. Boardgame of the Year),
  • Myndskreyting og framsetning (e. Artwork & Presentation),
  • Einstaklingsspilun (e.Solo-Play),
  • Herkænsku (e. Strategy) og
  • Besta þemað (e.Thematic Game)

Scythe naut gríðarlegra vinsælda á Kickstarter og safnaði rúmlega 1,8 milljónum dollara eða 196 milljónum íslenskra króna!! Enginn smáupphæð þar á ferð.

Auk annarra verðlauna má nefna að Mechs vs. Minions spilið var valið besta samvinnuspilið (e. Co-Op Game) en því er best lýst sem borðspila útgáfu af League of Legends eða LoL tölvuleiknum vinsæla frá Riot Games. Pantheon viðbótin við 7 Wonders: Duel var valin besta viðbótin (e.expansion) og sigraði þar á meðal Dead of Winter: Long Night sem var sjálfstætt framhald samnefnds spils og T.I.M.E Stories – A Prophecy of Dragons.

Besta hljóðvarpið (e. Podcast) var hljóðvarpið frá snillingunum í Shutup &Sit Down og besta borðspila smáforritið var Twilight Struggle (iOS / Android). Fyrir þá sem vilja kynna sér listann af verðlaunum og þeim sem enduðu í öðru og þriðja sæti í hverjum flokk fyrir sig geta smellt hér!

Mynd: BoardGameGeek medalía og Scythe

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑