Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Parade – „skondið og skemmtilegt spil“
    Spil

    Spilarýni: Parade – „skondið og skemmtilegt spil“

    Höf. Magnús Gunnlaugsson1. febrúar 2017Uppfært:1. febrúar 20172 athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það þekkja flestir söguna um Lísu í Undralandi en Parade er fallega skreytt persónum úr Undralandi, brjálaði hattarinn mætir á svæðið, Lísa í sínum bláa kjól, Dódó fuglinn og að sjálfsögðu Broskötturinn með sitt lymskulega glott ásamt fleirum.

    Spilarar eru að skipuleggja skrúðgöngu en því miður þá virðist vera takamarkaður áhugi fyrir þátttöku þar sem þátttakendur eru fljótir að missa áhugann og hellast úr lestinni, sérstaklega þegar einhver hærra settur eða eins klæddur mætir á svæðið.

    Í Parade keppast leikmenn um að fá sem fæst stig í lok leiks. Spilið inniheldur 66 spil sem eru númeruð frá 0-10 í sex mismunandi litum. Spilið telur einungis 3 litlar reglur en þær geta þó flækst fyrir leikmönnum í besta skilningi, því í Undarlandi getur allt gerst. Hið góða er að það er skrúðganga, hið slæma er það er mjög líklegt að þú komir til með eyðileggja hana fyrir ÖLLUM!

    Leikmenn byrja með fimm spil á hendi og í upphafi eru sex spil í borði sem tákna skrúðgönguna. Í hverri umferð spila leikmenn niður einu spili aftast í röðina og draga svo nýtt spil úr stokknum. Vandamálið hinsvegar flækist þegar spili er bætt við endann á gönguna því það spil sem lagt er út hefur áhrif á hve mörg spil eru fjarlægð úr skrúðgöngunni.

    Ef spilað er út grænum þristi þá eru öftustu þrjú ekki fjarlægð en öll spil sem eru af sama lit (græn) og með sama tölugildi eða lægra (0, 1, 2, 3) eru fjarlægð úr skrúðgöngunni. Þau spil sem eru fjarlægð fara fyrir framan þann leikmann sem lagði út spil. Það geta því margir verið fljótir að hellast úr lestinni.

    Leikmenn eru því að keppast að því að fá sem fæst spil fyrir framan sig en ef nauðsyn krefur þá er eins gott að fá spil sem hafa sem lægst tölugildi. Heildarstigin er summa allra talna sem eru fyrir framan mann. En það er ekki allt því það er fleira!

    Sá leikmaður eða leikmenn er hafa flest spil af ákveðnum lit mega snúa þeim þannig að bakhliðin snúi upp og gildir þá hvert spil einungis eitt stig en ekki það tölugildi sem ritað er á framhliðinni. Það getur því verið taktíst að reyna safna ákveðnum litum til að sjá til þess að spil af sama lit hjá andstæðingnum eigi eftir að koma þeim í koll vegna hás tölugildis. Þetta eykur á ringlureiðina í skrúðgöngunni og þátttakendur tvístrast í allar áttir.

    Í upphafi er spilið allt voða afslappað og skrúðgangan gengur vonandi snuðrulaust fyrir sig, en eftir því sem hún lengist verður sífellt erfiðara að forðast það að fá til sín spil. Leikmenn byrja skyndilega að berjast um liti eða forðast að fá einhvern tiltekinn lit því einn spilari er búinn að hamstra amk fimm eða sex spil af einni sort.

    Spilið endar eftir að stokkurinn klárast eða leikmaður fær til sín sjötta litinn, þá er leikin ein umferð í viðbót þannig að þeir enda með fjögur spil á hendi. Því næst velja þeir tvö til að henda og síðustu tvö fara fyrir framan hvern leikmann. Þessi tvö spil geta því haft gríðarleg áhrif á stiga útkomu hvers og eins. Nærðu að tryggja ákveðinn lit eða skemma fyrir öðrum eða sastu hreinlega uppi með hrikalega há spil sem hafa nú gjöreyðilagt fyrir þér stigafjöldann?

    Samantekt

    Ég gef Parade fjórar stjörnur, skondið og skemmtilegt spil sem er einnig fallega myndskreytt. Spilið tekur ekki meira en u.þ.b 10 mín. á mann myndi ég skjóta. Parade er því fljótspilað og auðlært og kemur í lítilli handhægri öskju sem auðvelt er að grípa með sér þegar skroppið er af bæ.

    kortaspil Parade spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaYellow, skjámenning og foreldrar
    Næsta færsla PlayStation VR stórlækkar í verði
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Nú hægt að spila KARDS í símanum

    7. júní 2023

    Hættu að lesa um Inscryption!

    14. febrúar 2022

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.