Leikjarýni

Birt þann 27. september, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Leikjarýni: LEGO Star Wars: The Force Awakens

Leikjarýni: LEGO Star Wars: The Force Awakens Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Góð fjölskylduskemmtun og þá sérstaklega fyrir Star Wars aðdáendur og LEGO unnendur.

3.5

Skemmtilegur


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Undanfarin 10 ár eða svo hefur fjöldi LEGO leikja verið gefnir út sem byggja á þekktum kvikmyndum og má þar meðal annars nefna Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter, Lord of the Rings, Jurassic World og Batman.

Nýjasti leikurinn í seríunni er Lego Star Wars: The Force Awakens sem byggir á samnefndri kvikmynd. Í sögunni kynnumst við sömu persónum og úr kvikmyndinni, bæði nýjum eins og Kylo Ren, Rey, Finn og BB8, ásamt þekktum persónum úr eldri Star Wars myndum eins og Han Solo, Chewbacca ásamt vélmennunum C-3PO og R2D2. Þar sem að sagan er tekin beint úr kvikmyndinni er leikurinn einn stór söguspillir og þar af leiðandi skemmtilegra að vera búinn að horfa á kvikmyndina áður en LEGO leikurinn er spilaður.

lego_star_wars_force_awakens_01

LEGO leikirnir, líkt og margar langlífar tölvuleikjaseríur, eru í stöðugri þróun en halda vel utan um þá þætti sem virka vel og reyna að fínpússa hlutina enn betur með hverju ári sem líður. Spilunin í LEGO Star Wars: The Force Awakens er mjög góð sérstaklega ef hún er borin saman við eldri LEGO-leiki. Leikurinn nýtur sín best sem barnaleikur eða fjölskylduleikur þar sem tveir spila saman. Hann er auðveldur í spilun og langt frá því að vera krefjandi.

Spilunin í LEGO Star Wars: The Force Awakens er mjög góð sérstaklega ef hún er borin saman við eldri LEGO-leikina. Leikurinn nýtur sín best sem barnaleikur eða fjölskylduleikur þar sem tveir spila saman.

Hér er fátt nýtt á ferðinni, þeir sem hafa spilað LEGO leikina í gegnum tíðina vita við hverju þeir eiga að búast og verða ekki fyrir vonbrigðum með þennan sem fylgir LEGO leikjauppskriftinni vel. Eitt af því sem er sérlega vel gert í leiknum (og hefur verið notað í nýrri LEGO-leikjum) er hvernig skjánum er skipt þegar tveir spila leikinn á sama tíma, en leikurinn færir skjáskiptinguna mjög þægilega milli spilara svo að flæði leiksins nær að haldast og spilarinn á auðveldara með að skoða umhverfið í kringum sig í leiknum. Myndavélin í leiknum er einnig á heildina lítið mjög góð og er búin að lagast mjög mikið frá eldri LEGO leikjum – sem betur fer. Það helsta sem dregur leikinn niður er hve fáar breytingar nýi LEGO-leikurinn inniheldur, en flestir LEGO-leikir eru nákvæmlega eins í spilun og bjóða upp á fáa nýjunga.

Því lengra sem spilarinn kemst í leiknum því fleiri spilanlegar persónur getur hann valið á milli og getur þetta ýtt undir endurspilun eldri borða þar sem hægt er að komast inn á áður lokuð svæði með nýju LEGO köllunum, safna leynikubbum og fleira.

Í stuttu mál er þetta hinn fínasti leikur sem er ekki of krefjandi eða erfiður og hentar þess vegna einstaklega vel sem fjölskylduleikur eða barnaleikur. LEGO Star Wars: The Force Awakens inniheldur góða blöndu fyrir þá sem eru fyrir Star Wars, LEGO og vel heppnaða 5 aura brandara.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑