Menning

Birt þann 30. júlí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nexus með Harry Potter miðnæturopnun

Að tilefni útgáfu nýrrar Harry Potter bókar, Harry Potter and the Cursed Child, verður Nexus með sérstaka miðnæturopnun og Potter partý, laugardaginn 30. júlí. Nýja bókin er ekki hefðbundin Harry Potter bók heldur er um að ræða handrit af samnefndu leikriti eftir J.K. Rowling og John Tiffany sem verður frumsýnt í London sama dag. Bókin er komin í forsölu hjá Nexus og kostar eintakið þar 3.195 kr, en venjulegt verð er 3.495 kr.

Það má búast við góðri stemningu þar sem boðið verður upp á tónlist og búningagleði og ætlar Nexus að veita sérstök verðlaun fyrir flottasta búninginn og flottasta heimagerða sprotann.

Starfsfólk Nexus verður með grillpartý opið viðskiptavinum milli kl. 18:00 og 20:00 (munið að koma með ykkar eigið grillmeti!) en húsið opnar svo á slaginu 23:00 og hefst sala á bókinni mínútu síðar.

Dagskrá kvöldsins

18:00 skráning hefst í Sprota keppnina.
18:30 skráning hefst í spurningakeppnina
20:00 skráning í búningakeppni
21:00 verðlaun afhent í búningakeppni.
22:00 verðlaun afhent í sprotakeppni
22:45 sprotum lyft til heiðurs Alan Rickman
23:00 verslun opnuð aftur.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu viðburðarins.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑