Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Bókarýni: Vélmennaárásin – „nær að vekja áhuga barna á forritun“
    Bækur

    Bókarýni: Vélmennaárásin – „nær að vekja áhuga barna á forritun“

    Höf. Erla Erludóttir24. júní 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður eins og hann er betur þekktur, hélt úti lestrarátaki frá janúar fram í mars 2016 og skrifaði bókina Vélmennaárásin samhliða því. Allir þeir krakkar sem tóku þátt fylltu út sérstakann miða og ef þau lásu þrjár bækur skiluðu þau miðunum inn og dróg Ævar svo nöfn nokkurra krakka út í lok átaksins sem fengu að gerast persónur í bókinni, sem er mjög góð hvatning til þess að fá krakka til að lesa. 8 ára dóttir mín er mikill aðdáandi Ævars og horfir á vísindaþættina með miklum áhuga og núna bíður hún spennt eftir næsta lestrarátaki til að taka þátt. Ævar hefur náð að vekja áhuga krakka á vísindum og lestri og á hrós skilið fyrir vel unnin störf.

    Vélmennaárásin fjallar um bernskubrek Ævars, þar segir hann okkur frá einu sumri þegar hann er ellefu ára. Foreldrum hans þótti hann hafa eytt heldur miklum tíma innan dyra í tölvuleikjum svo þau narra hann út í garð með tómum tölvuleikjahulstrum. Úti neyðist Ævar til að sitja í sólbaði og hlusta á útvarpið, en þar heyrir hann tölvuskóla auglýstann. Hann fær foreldra sína til að koma með sér fyrsta daginn og þar byrjar ævintýrið. Ævar eignast góða vini, óvini og kynnist vélmennum. Sagan er spennandi og áhugaverð og heldur manni við efnið. Ég las hana með 8 ára dóttur minni og þrátt fyrir fáar myndir þá hélt hún einbeitingu allan tímann og vildi helst ekki hætta. Skemmtilegast fannst henni að læra um forritun, enda mikil áhugamanneskja um tölvur og tölvuleiki.

    Mér finnst frábært að aðalsöguhetjurnar séu góðar í einhverju öðru en íþróttum og eru í rauninni „nördar“, það gefur þeim sem hafa áhuga á tölvuleikjum, forritun eða vísindum einhvern til að líta upp til og sem nær virkilega vel til krakkanna.

    Það er frábært að lesa bók sem fjallar um öðruvísi ævintýri og sem kennir krökkunum í leiðinni, meðal annars er fjallað um gervigreind, binary kóða og forritunarmál. Persónur sögunnar eru skemmtilegar og auðvelt er að setja sig í spor þeirra. Mér finnst frábært að aðalsöguhetjurnar séu góðar í einhverju öðru en íþróttum og eru í rauninni „nördar“, það gefur þeim sem hafa áhuga á tölvuleikjum, forritun eða vísindum einhvern til að líta upp til og sem nær virkilega vel til krakkanna.

    Mér þótti mjög gaman að grípa í bókina eftir annasaman dag og lesa nokkrar kafla fyrir svefninn með dóttur minni. Ég mæli eindregið með því að foreldrar lesi Vélmennaárásina með börnum sínum eða hvetji börn sín til þess að lesa hana sjálf.

    Ævar vísindamaður bókarýni Vélmennaárásin
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBorðspil og íþróttir – ónýttur markaður eða ósamræmanleg efni?
    Næsta færsla Ný útgafa af Ticket to Ride inniheldur heimskort og skip!
    Erla Erludóttir

    Svipaðar færslur

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018

    Hrollvekjuprinsinn Joe Hill

    7. júlí 2018

    Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur

    28. júní 2018

    Bókarýni: Þitt eigið ævintýri – „hægt að lesa hana sem sögu eða sem leik“

    11. desember 2017
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.