Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Doom – „hraði, spenna og blóð“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Doom – „hraði, spenna og blóð“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson3. júní 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrsti Doom leikurinn var gefinn út árið 1993 og braut blað í sögu tölvuleikja sem fyrstu persónu skotleikur – hlaðinn spennu, hraða og rokktónlist. Síðan þá hafa nokkrir Doom leikir komið út og þeir hlotið misgóða dóma. Nýjasti Doom leikurinn kom í verslanir í seinasta mánuði og hafa margir beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu eftir að sýnt var brot úr leiknum á E3 í fyrra.

    HELVÍTI Á MARS

    Söguþráður nýja leiksins hljómar kunnuglega. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tilraunum á plánetunni Mars sem hefur opnað hlið til helvítis. Plánetan er full af djöflum og púkum sem þú þarft að komast framhjá með aðstoð keðjusagar, haglabyssu og annarra klassískra vopna úr Doom leikjaseríunni. Þú ert valin/n til að bjarga því sem bjarga verður og ferðast til helvítis til að loka hliðinu og útrýma þeim djöflum sem hafa sloppið í gegn.

    DOOM_01

    HRAÐI, SPENNA OG BLÓÐ

    Nýji Doom leikurinn nær að endurvekja gömlu góðu Doom stemninguna á nútímalegan hátt. Leikurinn er hraður og spennandi og aldrei langt í næsta bardaga.

    Nýji Doom leikurinn nær að endurvekja gömlu góðu Doom stemninguna á nútímalegan hátt. Leikurinn er hraður og spennandi og aldrei langt í næsta bardaga. Leikurinn er mjög brútal – sérstaklega þegar keðjusögin er notuð – svo leikurinn er klárlega ekki fyrir viðkvæmar sálir. Tónlistin í leiknum nær einnig að endurvekja stemninguna með dramatískum hápunktum og hrárri rokktónlist eftir Mick Gordon, en hann gerði m.a. tónlistina fyrir Wolfenstein: The New Order. Leikurinn er krefjandi og er áberandi erfiðari en hefðbundnir skotleikir í dag (sem eru oftar en ekki einum of auðveldir) og er eðlilegt að spilarinn þurfi að reyna oftar en einu sinni að komast í gegnum viss svæði, sérstaklega í seinni hluta leiksins.

    HÁGÆÐA FYRSTU PERSÓNU SKOTLEIKUR

    Doom er einstaklega vel heppnaður í alla staði þegar kemur að einspilun (annað má segja um fjölspilun leiksins sem ég fjalla um neðar í gagnrýninni) og rennur eins og ferskt blóð inná markað fyrstu persónu skotleikja. Það tekur góða 12-15 klukkutíma að klára leikinn sem er mun lengri spilun en til dæmis hefðbundinn Call of Duty eða Battlefield leikur gefur spilurum í einspilun. Leikurinn er vissulega ekki fyrir alla vegna þess hve brútal hann er en nær að gera sinn markhóp mjög ánægðan. Í leiknum er að finna fjölbreytt úrval óvina, uppfærslur á vopnum, uppfærslur á Doom persónunni og öfluga endakalla.

    DOOM_02

    SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM

    Í leiknum er boðið upp á svæði þar sem spilarinn getur búið til sín eigin Doom borð og spilað borð sem aðrir spilarar hafa búið til. Borðin eru misgóð en þessi möguleiki gefur leiknum klárlega lengri líftíma og fleiri möguleika.

    SLÖK FJÖLSPILUN

    Helsti ókostur leiksins er fjölspilunin. Að mínu mati mistókst hún og stenst engan veginn væntingar. Fjölspilunin er flöt og óspennandi, sérstaklega eftir að hafa spilað einspilunarhluta leiksins sem er ótrúlega vel gerður og fjölbreyttur. Það sakar ekki að hafa fjölspilunina í boði en hún bætir litlu við leikinn og er í raun meira spennandi að endurspila valin borð í einspilun til að safna földum hlutum eða bikurum eða prófa sig áfram í að búa til Doom borð sjálfur.

    EINN AF BETRI LEIKJUM ÁRSINS

    Doom er mjög nálægt því að fá fimm stjörnur en leikurinn fellur á fjölspilun og erfiðleikastillingum.

    Það er óhætt að mæla með nýja Doom leiknum sem er líklega einn af betri leikjum ársins. Einspilunin býður uppá hágæða fyrstu persónu skotleik sem gerir kröfur til spilarans á meðan fjölspilunin er hálf misheppnuð. Doom er mjög nálægt því að fá fimm stjörnur en leikurinn fellur á fjölspilun og erfiðleikastillingum. Í leiknum eru aðeins þrjár erfiðleikastillingar til að byrja með og verður að segjast eins og er að í seinni hluta leiksins verður bilið á milli „Hurt Me Plenty“ (miðlungs erfiðleikastig) og I’m Too Young To Die“ (létt erfiðleikastig) of stórt. Í miðlungs erfiðleikastiginu verður leikurinn á köflum alltof erfiður, sérstaklega fyrir fyrstu spilun, en ef skipt er í létt erfiðleikastig hættir leikurinn að vera krefjandi, og þar með minnkar skemmtanagildið. Að öðru leyti frábær og eftirminnilegur skotleikur.

    Doom fyrstu persónu skotleikur Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMyndband: Nýtt met slegið í Donkey Kong
    Næsta færsla 5 ráð til að kynna borðspil fyrir byrjendum
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.