Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»This War of Mine borðspil væntanlegt á Kickstarter
    Fréttir

    This War of Mine borðspil væntanlegt á Kickstarter

    Höf. Magnús Gunnlaugsson3. maí 2016Uppfært:3. maí 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Árið 2014 kom út lítill indie tölvuleikur að nafni This War of Mine á Steam. Leikurinn naut gríðarlega vinsælda og nældi sér í þónokkur verðlaun.

    Leikurinn er byggður á raunverulegum atburðum eða nánar tiltekið í Bosníu stríðinu í kringum 1990 í borginni Sarajevo. Í stað þess að spilarinn spili hermann sem tekur þátt í stríðinu stjórnar hann óbreyttum borgurum sem hafa holað sig saman í niðurníddu húsi og þurfa að vinna saman til að lifa af kaldan veturinn og þar til að vopnahlé næst.

    Leikurinn setur þig í þær ömurlegu aðstæður sem fórnarlömb stríðs þurfa að kljást við.

    Ég spilaði þennann leik og aldrei hefur mér liðið eins vel að klára einn tölvuleik einsog mér leið ömurlega við að spila hann. Leikurinn setur þig í þær ömurlegu aðstæður sem fórnarlömb stríðs þurfa að kljást við. Þú þarft að velja á milli þess hverjir fá að borða, hver verður heima að verja húsnæðið og byrgja það upp og hvern ætlar þú að senda út til að hætta lífi sínu í skjóli myrkurs til þess að safna vistum, vopnum og ýmsu skrani, til þess eins að reyna lifa af einn dag í viðbót!

    Stríð er helvíti og þessi leikur kemur þeim skilaboðum algjörlega til skila.

    This_war_of_mine_spil_01

    Þrátt fyrir þetta varð ég mjög spenntur þegar ég rakst á grein þar sem frumtýpa af borðspili byggt á fyrrnefnudum leik var til sýnis á PAX East sem var haldið núna fyrir tveimur vikum síðan.

    This War of Mine borðspilið er samvinnuspil fyrir 1-6 leikmenn sem rétt einsog í tölvuleiknum þurfa að lifa af í stríðshrjáðu svæði. Spilinu er skipt í tvö stig: Dag og Nótt. Á daginn eru leikmenn að safna styrk með því að hvílast, borða, byrgja upp húsið og leggja á ráðin hver gerir hvað þegar kemur að nóttu.

    Leikmenn þurfa að kljást við ýmisskonar hættur svo sem aðra óbreytta borgara, leyniskyttur og þjófagengi. Spilið virðist vera undir miklum áhrifum frá Dead of Winter og Robinson Crusoe þar sem mikil og rík áhersla er lögð á sögu og upplifun spilara. Notastst er við „Scripts“ gangverk sem svipar, að því er virðist, til crossroads spilana í DoW og Sögubókarinnar í Tales of Arabian Nights eða Betrayal at House on the Hill.

    This_war_of_mine_02

    Kickstarter söfnun mun hefjast þann 10. maí og verður að teljast ansi líklegt að ég komi til með að grýta peningum í áttina að skjánum mínum þegar sú söfnun fer af stað.

    Ef þú hefur ekki spilað This War of Mine tölvuleikinn þá mæli ég hiklaust með því. Fyrir þau ykkar sem hafa nú þegar prófað leikinn hversu spennt eru þið fyrir þessu spili? Endilega látið skoðun ykkar í ljós.

    Að lokum er svo myndband af teaser sem sýnir enn betur hverju spilarar eiga von á:

    Myndir: BoardGameGeek og This War of Mine the Board Game á Facebook

    borðspil Kickstarter This War of Mine
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÚtskriftarsýning Margmiðlunarskólans 2016
    Næsta færsla Spilarýni: Splendor
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    22. ágúst 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Nörd í Reykjavík – Efnisyfirlit yfir alla fimm þættina

    15. mars 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.