Bíó og TV

Birt þann 18. apríl, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Kvikmyndarýni: The Collector

Kvikmyndarýni: The Collector Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Home Alone, Saw og Halloween settar saman í blandara og útkoman er hryllilega fersk hryllingsmynd.

3.5

Spennandi


Einkunn lesenda: 2.8 (1 atkvæði)

Stundum koma skemmtilegar hugmyndir upp í kvikmyndum sem eru það góðar að oft ná þær að heilla mann upp úr skónum. Leikstjórinn og hinn handritshöfundurinn voru með sniðuga hugmynd sem sameinuðu tvær Michael Mann myndir frá níunda áratugnum: hvað ef þjófurinn úr The Thief hefði brotist inn til Tannálfsins í Manhunter?

Arkin (Josh Stewart) er fyrrverandi fangi og vinnur sem smiður fyrir Chase fjölskylduna sem býr í stóru húsi úti í sveit. Hann er í smá vanda þar sem konan hans skuldar vafasömum mönnum háar fjárhæðir og þarf að útvega peninga fyrir miðnætti. Hann vill ekki að hún og litla dóttir hans séu á flótta svo hann ákveður að brjótast inn í peningaskáp Chase fjölskyldunnar þar sem hann veit að þar er eitthvað sem hægt er að hagnast á.

The_Collector_02

Fjölskyldan er í fríi svo hann er með húsið útaf fyrir sig… eða svo heldur hann.

Fjölskyldan er í fríi svo hann er með húsið útaf fyrir sig… eða svo heldur hann. Á meðan hann er að brjótast inn í peningaskápinn heyrir hann að hann er ekki einn í húsinu og kemst að því að hann er fastur. Húsinu hefur verið læst með nýjum lásum, nelgt hefur verið fyrir gluggana og ekki nóg með það þá eru stórhættulegar gildrur um hvert fótmál. Nú eru góð ráð dýr og ekki batnar það, því fjölskyldan er enn í húsinu og hefur verið pynt af þessum geðsjúklingi sem bjó til allar gildrurnar.

The_Collector_01

Ef maður getur hugsað framhjá ótrúverðugs tímaramma til að setja upp allar þessar gildrur áður en Arkin kom þá er hér góð rússíbanaferð þar sem Arkin er músin og safnarinn er kötturinn. Sumir vilja meina að það hefði verið mjög auðvelt að koma þessum geðsjúklingi fyrir kattarnef snemma í myndinni og ég er alveg sammála því en það eyðileggur samt ekki myndina fyrir mér. Ef ég ætti að nefna aðra mynd sem eyðilagði allt með heimskum ákvörðunum er The Strangers (2008). Þjófurinn er milli steins og sleggju, hann ætti ekki að vera þarna en reynir að gera sitt besta til að hjálpa til í þessum erfiðum kringumstæðum.

R1 DVD diskurinn er ágætis pakki. Mynd-og hljóðgæði eru sæmileg. Litirnir eru sterkir en bakgrunnur getur oft verið á sveimi þar sem hún var tekin upp á Super 16 með 35 mm linsu og hefur eflaust líka að gera með lýsinguna. Tónlistin sem er taugatrekkjandi kemur vel út og hún er samin af Jerome Dillon, fyrrverandi trommari Nine Inch Nails.

Leikstjórinn og hinn handritshöfundurinn eru með umtal og eru ansi skemmtilegir. Þetta var ódýr mynd gerð fyrir 3 miljónir dala og tökudagarnir voru 19. Ekki er dauð stund hjá þeim og er heilmikið sem maður fær að vita í sambandi við gerð myndarinnar. Restin af aukaefninu er ekki beint spennandi en það eru 2 ónotuð atriði og ónotaður endir sem hlýtur að vera grín því myndin hefði aðeins verið 60 mínútur. Stikla fyrir myndina sem er bönnuð börnum. Tónlistarmyndband með Nico Vega fyrir lagið Beast sem kemur fyrir í lok myndarinnar. Það sem rekur lestina er eitthvað sem maður sér ekki oft, hljóðbútar frá plötunni sem inniheldur tónlist úr myndinni.

The Collector er ansi spennandi, mjög blóðug og nokkuð fersk blanda af öðrum myndum.

The Collector er ansi spennandi, mjög blóðug og nokkuð fersk blanda af öðrum myndum. Lítið er vitað um safnarann en bætt var úr því með framhaldinu The Collection (2012) sem er því miður, þar sem það var mun meiri karakter úr þessum þögla morðingja í þessari fyrri mynd.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑