Fréttir
Birt þann 11. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Myndband: 21 mínútna sýnishorn úr No Man’s Sky
Í þessu nýja sýnishorni úr No Man’s Sky fara þeir Ryan McCaffrey frá IGN og Sean Murray, skapari leiksins, yfir möguleikana í No Man’s Sky. Sean sýnir dæmi um hvernig er hægt að spila leikinn en það hefur vafist fyrir mörgum hvað spilarinn gerir nákvæmlega í leiknum. No Man’s Sky er svokallaður sandkassaleikur þar sem spilarinn velur sínar eigin leiðir og getur meðal annars rannsakað plánetur, dýralíf, stundað viðskipti og safnað ýmiskonar efnum og margt margt fleira.