Fréttir

Birt þann 18. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Convex gefur út ævintýraleikinn Tiny Knight

Íslenska fyrirtækið Convex gaf út sinn fyrsta tölvuleik í nótt. Um er að ræða indí ævintýraleikinn Tiny Knight, en í honum stjórnar spilarinn hetju sem þarf að leysa þrautir og berjast við óvini til að finna og sigra aðal óvin leiksins; The Skeleton King!

Tiny Knight sigraði Game Creator keppnina árið 2015, en Game Creator er tölvuleikjakeppni sem Samtök leikjaframleiðanda (IGI) heldur með reglulegu millibili þar sem þátttakendur keppast um að búa til besta tölvuleikinn. Síðan að teymið sigraði í Game Creator hefur það unnið að gerð leiksins og þróaði leikinn enn frekar í Nýsköpunarmiðstöðinni yfir sumarið. Þetta er ekki fyrsti útgefni leikurinn sem hefur sigrað Game Creator keppni. Leikurinn Relocator sigraði Game Creator árið 2011 en leikurinn var nokkur ár í þróun og var á endanum gefinn út árið 2015 undir titlinum Aaru’s Awakening.

Tiny_Knight_02

Tiny Knight er nú fáanlegur á Steam og kostar 8,99 Bandaríkjadali, eða u.þ.b. 1.100 kr. Þetta er fyrsti leikurinn frá Convex ehf. og var fyrirtækið sérstaklega stofnað í kringum þennan leik og útgáfu hans. Meðlimir Convex eru þeir Hrafn Orri Hrafnkelsson, Valdimar Jónsson og Egill Örn Sigurjónsson, nemendum í tölvunafræði í HR og HÍ. Tiny Knight var búinn til í Unity leikjavélinni.

 

SÝNISHORN ÚR TINY KNIGHT

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑