Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Borderlands: The Handsome Collection
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Borderlands: The Handsome Collection

    Höf. Nörd Norðursins24. maí 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir ykkur sem hafa aldrei heyrt um Borderlands leikina, Claptrap segir skamm á ykkur, þá er þetta fyrstu persónu skotleikur sem hefur frekar klikkaðan og skemmtilegan húmor. Svona pínu eins og ef Mad Max og Looney Toons myndi eignast barn og Call of Duty væri barnfórstran.

    Þetta leikjasafn inniheldur tvo leiki, Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel, þar sem allt aukaefni sem hefur verið gefið út fyrir leikina fylgir með. Borderlands 2 hefur verið uppfærður til að standast kröfur núverandi kynslóð leikjatölva og lítur töluvert betur út núna en þegar hann kom fyrst út. En eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta mjög myndarlegt safn, þar sem tveir mjög góðir leikir eru saman í pakka á sama verði og einn leikur. Í fyrsta sinn í sögu leikjaseríunnar geta fjórir spilað á sama skjá, sem er nokkuð sniðugt. En þá þarf auðvitað að hafa stórt sjónvarp svo það sé spilanlegt. En er leikjasafnið þess virði?

    Borderlands 2 er mjög góð endurgerð á eldri leik. Hins vegar þá var eitt sem stakk pínu augað þegar leikurinn var spilaður. Umhverfið virtist ekki hlaðast í takt við breytingar á sjónsviði spilara, þar sem oft þurfti nokkrar sekúndur fyrir umhverfið að ná fullum gæðum. Einnig kom nokkrum sinnum fyrir að hljóðin í fótataki spilara var alls ekki í takt við hvernig hann hreyfði sig. Mögulega er þetta smámunasemi en þetta hefur samt kjánalega truflandi áhrif þegar maður er að spila. Þrátt fyrir að Borderlands: The Pre-Sequel hafi komið út á PS4 og Xbox One þá fékk leikurinn einnig andlitslyftingu, en báðir spilast í 1080p á 60 römmum á sekúndu.

    BorderlandsHC01

    Spilunin sjálf er rosalega ávanabindandi, sem skiptist á milli þess að skjóta vondu kallana og opna allt sem hægt er að opna til að finna skotfæri eða annað sem nýtist spilara. Söguþráðurinn fær kannski ekki endilega fyrstu verðlaun fyrir handrit en hann er þó til staðar (annað en í Destiny, sem er enn að leita að söguþræðinum). Það sem gerir þráðinn áhugaverðan og skemmtilegan er þetta klikkaða skopskyn sem býr til vissa sérstöðu fyrir seríuna. Flest allar persónur sem verða á vegi spilara eru heillandi, áhugaverðar og stútfullar af karakter sem nær að vissu leiti að skína yfir aðal söguþráðinn. Sem er, að vissu leiti, virkilega sterkur kostur í leik sem snýst ekki um neitt annað en að skjóta hluti. Ekki búast því við djúpum og þýðingarmiklum söguþræði, heldur aðeins kjánalegum leiðbeiningum sem sýna þér hvert á að fara og hvern á að skjóta.

    BorderlandsCH05

    Stíllinn er einstakur, litríkur og kjánalegur, en það er mjög skemmtileg tilbreyting í heimi skotleikja þar sem allt þarf að vera brúnt, drullugt og alvarlegt. Sem er einmitt hvað gerir Borderlands að góðum skotleik, hann er alls ekki að taka sig of alvarlega og þorir að stíga út fyrir þennan þægindaramma sem margir skotleikir virðast halda sig inn í. Leikirnir bjóða upp á mikið úrval á skotvopnum og mikla möguleika fyrir spilara að eyða færnistigum í ýmsa hæfileika sem gagnast í baráttunni við vondu kallana.

    Hér er á ferðinni góður leikjapakki sem er troðfullur af aukaefni sem ætti að taka vel yfir 200 klukkustundir að klára. Stóra spurningin er hins vegar hvort þetta sé nauðsynleg viðbót í leikjasafnið. Fyrir ykkur sem hafið spilað þessa leiki áður þá er ekki mikið hérna sem bætir við fyrri spilun. En ef þú hefur aldrei spilað neitt af Borderlands þá er þetta svo sannarlega eitthvað sem er þess virði að spila. Í heildina þá þetta myndarlega leikjasafn skothelt skemmtun sem á engan sinn líkan.

     

    Höfundur er
    Helgi Freyr Hafþórsson

     

    Borderlands Borderlands 2 Borderlands The Handsome Collection Borderlands The Pre-Sequel Helgi Freyr Hafthorsson Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Mad Max: Fury Road
    Næsta færsla Sigurvegarar Nordic Game Awards 2015
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.