Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjabloggið»Leikjabloggið 21.4.2015 | Bloodborne, Lords of the Fallen, Dishonored, LBP3 og Never Alone
    Leikjabloggið

    Leikjabloggið 21.4.2015 | Bloodborne, Lords of the Fallen, Dishonored, LBP3 og Never Alone

    Höf. Nörd Norðursins21. apríl 2015Uppfært:21. apríl 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Leikjanördinn er búinn að nota mest af frítíma sínum í Bloodborne síðustu vikur en nú er kominn tíma til að pakka saman og kveðja Yharnam. Fólkið þarna var vingjarnlegt og þetta er fallegur og bjartur bær en samgöngur á milli staða voru of hægar. Ég mun eflaust snúa til baka seinna og endurnýja kynni mín við Aríönnu og Iosefku. En í alvöru talað þá er Bloodborne hreint frábær leikur og ég hlakka mikið til að spila hann aftur seinna, sérstaklega þegar þeir gefa út viðbót við leikinn (á eftir að klára hann tvisvar og sigra Drottninguna í Chalice Dungeons fyrir platínum).

    Lords_of_the_Fallen_01

    Bloodborne kveikti samt undir masókistanum í mér svo að ég greip Lords of the Fallen (PS4),  sem er undir miklum áhrifum frá Dark Souls, á skyndisölu á PSN. Hann er samt nógu öðruvísi til að hafa gaman af honum. Þú ert hrikalegur harðhaus, dæmdur glæpamaður, en einhvers konar galdrakall hefur frelsað þig til að hjálpa honum að berjast við illa lávarða. Þessir lávarðar eru “bossar” LotF í anda Dark Souls leikjanna og þessi þrír sem ég rakst á eftir eina kvöldstund með leiknum voru bara þokkaleg áskorun. Þeir eru ekki eins mikið áfall og fyrstu bossarnir í Dark Souls leikjunum, maður sér tiltölulega fljótlega hver taktíkin þarf að vera. En er ég bara á fyrstu klukkutímunum í leiknum en mér líst bara ágætlega á gripinn. Hann lítur vel út.

    dishonored_merkiEinnig tók ég aðra kvöldstund í Dishonored og mér líst vel á hann líka. Sá er á PS3 og maður tekur þokkalega eftir muninum í grafík og umhverfinu eftir að hafa spilað flotta leiki á PS4. En spilunin er skemmtileg og stíllinn á leiknum er hressandi. Þetta er fyrstu-persónu skotleikur sem þú getur spilað sem “stealth” leik í takt við Thief (kunnugir segja samt að þessi sé mun betri en nýjasti Thief). Hann á sér stað í einhvers konar “cyberpunk” konungsdæmi þar sem þú ert ásakaður um að hafa banað drottningunni. Þú ert súperdrápsmaskína en ég hef ákveðið að spila hann án þess að drepa nokkurn eða setja í gang viðvörunarkerfi. Seinna í leiknum skilst mér að ég fái galdra sem hjálpa með það.

    Strákar leikjanördsins eru að spila Little Big Planet 3 á PS3 og hann lítur ágætlega út. Eitthvað er um nýjungar frá upprunalega LBP en formið er það sama. Það eru samt talsvert langir hleðslutímar á milli borða. Annað í róteringu eru smáleikirnir “Tower of Guns” sem er snýst bara um að skjóta, skjóta og skjóta aftur alls konar fljúgandi róbóta og risabyssur. Það er Rogue Legacy stíll á þessu þ.e.a.s. þú styrkist smátt og smátt eftir hvern leik því að það bætast við hlutir og byssur sem þú getur notað. Fínn leikur ef þú vilt spila leik sem krefst ekki mikils af þér og þú vilt bara skjóta hluti.

    https://youtu.be/VnY21Fg5G1Y

    Nokkurs konar andstæða hans er svo Never Alone sem ég fékk líka í gegnum Playstation Plus. Þetta er svona umhugsunarvekjandi leikur sem kynnir manni fyrir menningu eskimóa í Alaska. Þú er Nuna, lítil stelpa sem lendir í slæmu veðri og þaðan af verra en er bjargað á einum tímapunkti af heimskautarefi sem fylgir manni það sem eftir er. Þessi er mjög fínn að spila með öðrum, ég er núna að spila í gegnum hann með eldri stráknum mínum og hann er þægilega stuttur sem vantar dáldið í marga leiki. Ég kann vel við einstaka stuttan leik (besta dæmið er Journey) sem er samt það fágaður og góður að hann skilur eitthvað eftir. Never Alone kemst í þann hóp.

    nicesnugget

    Bloodborne Dishonored LBP LBP3 Leikjabloggið Little big planet Lords of the Fallen Never Alone
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSlush PLAY – alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika haldin á Íslandi
    Næsta færsla Leikjarýni: Bloodborne
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.