Leikjabloggið

Birt þann 30. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjabloggið 30.3.2015 | Yakuza 4

Þennan mánuð hef ég líklega spilað Yakuza 4 mest sem er sá nýjasti í seríu um japanska gangstera. Ég hef ekki spilað fyrri leikina en fannst þessi fínasta skemmtun en um leið hataði ég hann stundum eins og er mín von og vísa með japanska RPG leiki eða JRPG. Reyndar hata ég þá bara eftir á þegar ég geri mér grein fyrir að leikurinn lét mig eyða of miklum tíma í aukahluti sem ég bara varð að klára. Nú á ég bara eftir að klára hann á erfiðasta styrkleika og þá er platínum trophy kominn og OCD skrímslið í mér búið að borða. Það verður kannski rólegt í einn dag.

Leikurinn er aðallega beat-em-up en mikil áhersla er lögð á sögu. Þú færð að spila fjóra karaktera en bara einn í einu og því skiptist sagan í fjóra hluta. Að endingu koma þessir fjórir saman fyrir lokabardagana. Þetta er allt miklir harðhausar og ofbeldi mikið í leiknum, nánast eins og hryllingsmynd stundum eins og þegar hoppað er á andlit óvina rétt eins og fræga senan úr American History X. Þetta pirraði konuna sem varð litið á skjáinn en pirringurinn breyttist í eitt stórt spurningarmerki þegar ég var farinn að klæða upp svokallaðar „hostesses“ í fína kjóla, skartskripi og setja í lagningu (hostesses er nokkurs konar geishur nútímans). Þetta er eitt af því sem maður fær úr smáleikjunum í Yakuza 4 en einnig er hægt að spila alls konar klassísk japönsk spil eins og mahjong og pachinko. Einnig er hægt að kasta pílum, fara í borðtennis, veiða, spila golf, fara í leikjasal, fara í nudd o.s.frv. þannig að það er margt hægt að dunda sér.

valiant_heartsAnnars er hreinlega allt of mikið af leikjum í gangi á heimili leikjanördans; strákarnir eru mikið í Plants vs. Zombies – Garden Warfare. Ég gríp einstaka sinnum í Binding of Isaac – Rebirth, Valiant Hearts (mjög fróðlegur leikur um fyrri Heimstyrjöldina og áhrif hennar) og tek stundum í Diablo III: Reaper of Souls með eldri stráknum. Svo má bæta við PAC-MAN Championship edition, Tales of Monkey Island 1-5 (keypti þetta hvoru tveggja á flash sale hjá PSN) og Shadows of Mordor. Mér til furðu þá gengur mér erfiðlega að klóra mig áfram í SoM eins og ég hef gaman af erfiðum leikjum eins og Dark Souls o.s.frv. Ég held að ég sé ekki að spila hann rétt, er líklega of óþolinmóður og vondu kallarnir verða bara sterkari og sterkari fyrir vikið.

Sé fram á góða tíð, Bloodborne var að koma út og Dishonored að detta inn á Playstation Plus í næsta mánuði. Seinna!

 

nicesnugget

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑