Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Nýr Gauntlet leikur kynntur fyrir Steam
    Fréttir

    Nýr Gauntlet leikur kynntur fyrir Steam

    Höf. Nörd Norðursins17. mars 2014Uppfært:6. apríl 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir stuttu kynntu Warner Bros. Interactive Entertainment að tölvuleikurinn Gauntlet kæmi út í sumar. Ekki er um að ræða endurútgáfu á hinum klassíska Gauntlet frá 1985, heldur endurgerða útgáfu af leiknum sem verður gefinn út á Steam fyrir PC ásamt stuðningi við SteamOS stýrikerfið sem mun keyra hinar nýju Steam Machine leikjatölvur.

    Gauntlet er sennilega hvað frægastur fyrir að hafa verið mjög vinsæll spilakassaleikur á miðjum níunda áratugnum, en hann var einnig gefinn út fyrir leikjatölvur og var meðal annars einn af fáu leikjum fyrir NES tölvuna sem leyfði fjórum spilurum að spila samtímis. Í leiknum gátu allt að fjórir spilarar sameinað krafta sína sem stríðsmaðurinn Thor, galdramaðurinn Merlin, valkyrjan Thyra og álfurinn Questor. Saman ferðuðust spilararnir í gegnum dimmar dýflissur, börðust við her af ófreskjum og söfnuðu lyklum til að komast áfram í næsta borð.

    Nýji Gauntlet leikurinn, sem er í þróun af Arrowhead Game Studios, mun byggja á svipaðri spilaformúlu og forveri sinn, þar sem áhersla er lögð á samspil leikmanna til að ná markmiðum sínum. Af stiklunni að dæma er útlit leiksins nokkuð flott, og spilunin virkar eins og hraðari en jafnframt einfaldari útgáfa af Diablo 3. Til að byrja með munu PC spilarar aðeins getað spilað við vini sína í gegnum netið, en með tilkomu Steam Machine leikjatölvunnar munu aðdáendur gamla Gauntlet fljótlega geta spilað leikinn á sófanum með vinum sínum.

     

    Stikla

    Heimild: Eurogamer

     

    Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    1 apríl aprílgabb Gauntlet Kristinn Ólafur Smárason steam
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSkapað með orðum – Nýtt enskt orðaforrit fyrir iPad frá íslensku hugbúnaðarhúsi
    Næsta færsla Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.