Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Inception verður að borðspili
    Fréttir

    Inception verður að borðspili

    Höf. Nörd Norðursins5. mars 2014Uppfært:27. apríl 2016Engar athugasemdir1 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er eflaust djörf ákvörðun að taka heim kvikmyndarinnar Inception og umbreyta honum í borðspil. Þessi „mind%$#&“ kvikmynd Christopher Nolan er ekkert lamb að leika sér við. Mörgum þótti söguþráðurinn ansi margslunginn og endirinn var mörgum hugleikinn.

    Nú hafa Bruno Gervasi og Reid Cuddy fjármagnað borðspilið Inceptor á Kickstarter og hafa fengið ríflega þá upphæð sem þeir stefndu að í upphafi. Það er því ljóst að borðspilið verður að veruleika.

    Þeir félagar fengu þó ekki beint leyfi frá Warner Brothers til þess að framleiða borðspilið en þeir sendu þó póst til lögfræðinga þar á bæ til þess að spyrja þá hvort dreifingaraðilinn færi í mál ef borðspilið kæmi út. Þeir fengu þau svör að ekkert athugavert væri við útgáfu borðspilsins og því engar málsóknir á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er núna.

    Það er þrautinni þyngri að útskýra leikreglurnar og því látum við myndbandið hér að neðan tala sínu máli. Hver veit nema þetta borðspil komi í íslenskar verslanir og krukki aðeins í hausnum á þeim sem spila það.

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Inception Inceptor Kickstarter Ragnar Trausti Ragnarsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGrafíkin í Thief borin saman [MYNDBAND]
    Næsta færsla Lóa Hlín með myndasögusýningu í Borgarbókasafni Reykjavíkur
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.