Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Cards Against Humanity
    Spil

    Spilarýni: Cards Against Humanity

    Höf. Nörd Norðursins10. febrúar 2014Uppfært:27. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Helgi Freyr Hafþórsson skrifar:

    Spilið byrjaði sem verkefni á Kickstarter og var ekki lengi að ná markmiði sínu og safna í leiðinni stórum hópi aðdáenda. Skopskynið í leiknum er kolsvart og eru leikreglurnar fáranlega einfaldar, svo spilið er sannarlega fyrir fólk sem hefur svartan húmor og þorir að láta allt flakka. Því er spilið alls ekki fyrir fólk sem móðgast auðveldlega og ætti það því að halda sig sem lengst frá því. En fyrir okkur hin þá er þetta besta partý spil í heimi!

    Cards Against Humanity er mjög einfalt í spilun, hver og einn spilari hefur tíu hvít spil á hendi og í hverri umferð er skipst á að draga eitt svart spil. Svörtu spilin hafa mismunandi spurningar, athafnir og í raun hvað sem er sem fær viðkvæmt fólk til að móðgast. Spilarar eiga síðan að velja úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og reyna svara því sem stendur á svarta spilinu. Sá sem dregur svarta spilið velur síðan besta svarið, án þess að vita hver á hvaða spil. Sá sem á besta svarið fær að sjálfsögðu stig fyrir vikið og gengur spilið út á að safna sem flestum stigum.

    Skemmtilegt er að hafa regluna Rando Cardrissian þegar spilað er. Reglan virkar þannig að í hverri umferð er dregið hvítt spil úr bunkanum af handahófi og bætt við svörin sem spilarar  hafa valið. Ef spilið hjá Rando er valið fær hann stigið og ef hann vinnur þá er augljóst að spilarar þurfa að fara í kalda sturtu og hugsa sinn gang í lífinu.

    Sjaldan eða aldrei hefur þetta nörd haft jafn gaman af spili eins og þessu. Klárlega besta spilið fyrir vinahópinn og til að brjóta ísinn í vandræðanlegu samkvæmi.

    Cards Against Humanity

     

    Cards Against Humanity Helgi Freyr Hafthorsson spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjatölvan sem breytti heiminum
    Næsta færsla Spurt og spilað: Katrín Jakobsdóttir
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.