Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»PS4 kvöldopnun – Viðtal við Ágúst hjá Gamestöðinni
    Greinar

    PS4 kvöldopnun – Viðtal við Ágúst hjá Gamestöðinni

    Höf. Nörd Norðursins26. janúar 2014Uppfært:27. janúar 2014Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú styttist í að PlayStation 4 fari í almenna sölu hér á landi. Að því tilefni fékk ég Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóra Skífunnar og Gamestöðvarinnar, í stutt spjall. Gamestöðin er eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig sölu tölvuleikja og leikjatölva hér á landi. Fyrir stuttu opnaði ný verslun í Smáralind þar sem viðskiptavinir geta fengið sér sæti, slappað af og spilað tölvuleiki í sérstöku leikjaherbergi sem hefur hlotið góðar móttökur að sögn Ágústs.

    Í Bandaríkjunum og Evrópu er nokkuð hörð samkeppni milli Xbox One og PlayStation 4 leikjatölvanna frá Microsoft og Sony. Þó svo að Xbox One sé dýrari kosturinn er verðálagningin á Xbox One áberandi meiri en á PS4 hér á landi. En hvernig stendur á því? „PlayStation 4 kom út með íslenskum innflytjanda sem fer í gegnum Sony. Xbox One var í raun og veru bara til að koma á móts við kúnnana okkar og fá vélina til landsins, en það er enginn sem dreyfir henni á Íslandi. Við þurftum að kaupa hana í gegnum þriðja aðila.“ útskýrir Ágúst.

    PS4Í dag kostar Xbox One 129.999 kr. í Gamestöðinni á meðan verðið á PlayStation 4 lækkaði nýlega niður í 79.999 kr. vegna hagstæðs gengis krónunnar, en hefur þessi mikli verðmunur ekki áhrif á sölu Xbox One og PS4? „Munurinn er auðvitað svaðalegur, við erum að tala um 45.000 kr. mun á vél og þú réttlætir það ekki bara með Kinect. Og svo er Ísland náttúrulega PlayStation land, við vitum það alveg, þar sem um 85% af markaðnum er PlayStation. Microsoft hefur svo sem engann áhuga á svona minni löndum eins og Íslandi.“

    Ég spyr Ágúst hvort mögulega sé verðstríð í vændum á íslenskum tölvuleikjamarkaði, en hann telur að svo sé ólíklegt sökum þess að sala á leikjatölvunni skili ekki inn neinum hagnaði til verslana. Í raun þyrftu verslanir að greiða með vörunni ef það ætti að lækka verðið á PS4 enn frekar að sögn Ágústs.

    Þess ber að geta að Gamestöðin verður með sérstaka PS4 kvöldopnun næstkomandi þriðjudag. „Við byrjum að afhenda klukkan níu á þriðjudagskvöldi, official dagurinn er miðvikudagurinn, þetta verður svona basic kvöldopnun.“ segir Ágúst. „Við verðum með kók á staðnum og gefum bíómiða á myndina Her, tveir miðar með hverri vél, og svo erum við að gefa vélina á Feisbúkkinu hjá okkur. Auk þess endurgreiðum við tvær vélar sem keyptar verða á kvöldopnuninni.“

     

    Smelltu hér til að lesa PS4 umfjöllun okkar
    Forsíðumynd: Móberg / Gamestöðin á Facebook

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Ágúst Guðbjartsson gamestöðin ps4 xbox one
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPlayStation 4 lækkar í verði
    Næsta færsla Elko einnig með PS4 kvöldopnun 28. janúar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.