Íslenskt

Birt þann 9. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sirrý og Smári með myndasögusýningu í Borgarbókasafni

Föstudaginn 10. janúar, kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum Sirrýar og Smára. Sirrý og Smári eru allt í senn teiknarar, höfundar og hönnuðir. Þau hafa sent frá sér tvær bækur, myndskreyttu barnabókina Askur og prinsessan (2010) og myndasöguna Vampíra (2012).

Fyrir utan þessar prentuðu bækur halda Sirrý og Smári úti vefmyndasögunni Mía og Mjálmar og hafa birt reglulegar myndasögustrípur á Facebook síðu sinni: www.facebook.com/sirryandsmari. Á heimasíðu þeirra má nú finna spánnýjan tölvuleik, Lori & Jitters.

Á sýningunni, sem staðsett er (aðallega) á annarri hæð, í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, má finna dæmi úr flestum þessara verka.

Um Vampíru segir í ritdómi Björns Unnars Valssonar á bokmenntir.is: „Vampíra eftir Sirrý Margréti Lárusdóttur og Smára Pálmarsson segir frá nokkrum klukkustundum í lífi unglingsstúlku í Reykjavík. … Sagan er í stórum dráttum sú að Krissa tekur strætó heim, horfir á sjónvarpið, snapar far á götufyllirí og hittir þar að lokum réttan dreng á réttum tíma – ef svo má að orði komast. … Hvert samtal gefur ýmislegt fleira í skyn en sagt er upphátt og orðlausar heilsíður eða senur koma heilmiklu til skila. … myndmálið miðlar sögunni svo fullkomlega og skapar … áþreifanlega stemningu.“

– Fréttatilkynnin frá Borgarbókasafni Reykjavíkur
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑