Fréttir

Birt þann 27. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Valve kynnir Steam fjarstýringu

Fyrr í vikunni tilkynnti fyrirtækið Valve að SteamOS stýrikerfi sem byggir á Linux og Steam leikjatölvur væru væntanlegar á næsta ári. Í dag tilkynnti fyrirtækið að sérstakar Steam fjartstýringar eru einnig í vinnslu.

Eins og sést á myndinni er aðal stjórntæki Steam fjarstýringarinnar tveir kringlóttir snertifletir sem hægt er að nýta á fjölbreyttan hátt, meðal annars sem takka og getur komið í stað tölvumúsa. Í miðjunni er að finna háskerpu snertiskjá og eru samtals 16 takkar á Steam fjartstýringunni sem spilarinn getur notað, án þess að þurfa að færa þumlana af snertiflötunum. Fjarstýringuna verður hægt að nota í stað lyklaborðs og tölvumúsar við tölvuleikjaspilun og geta notendur stillt og deilt uppsetningu og mismunandi stillingum fyrir fjarstýringuna sín á milli.

Steam fjarstýringuna verður meðal annars hægt að nota samhliða Steam leikjatölvum og Steam á PC.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig Steam fjarstýringin gæti virkað í Portal 2.

Steam Controller

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑