Birt þann 26. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Hægt að taka upp myndir úr huganum?
Vísindamönnum hjá UC Berkeley hefur tekist hið ótrúlega. Að taka myndir beint úr huganum og setja þær í stafrænt form svo að heimurinn geti séð.
Prófessor Jack Gallant, taugasérfræðingur hjá UC Berkeley , segir „Þetta er risastórt skref í átt að endurbyggingu mynda úr huganum. Við erum að opna glugga inn í hugarheim okkar.“
Þeir notast við segulómstæki til að geta séð hvaða stöðvar í heilanum eru að vinna þegar viðfangsefnið horfir á stiklu. Viðfangsefnið liggur í segulómstækinu og horfir á myndbrot og vísindamennirnir sjá, óskýrt eins og er, hvað viðfangsefnið er að horfa á.
Þessar upplýsingar fást með því að hlaða gögnum úr segulómstækinu niður í forrit sem afkóðar gögnin sem myndast og túlkar liti, form og hreyfingar.
Hver veit nema að í framtíðinni verði hægt að taka upp drauma sína og horfa á þá. Hver kannast ekki við að vakna af snilldar draumi, en mun ekki um hvað hann var. Bara passa að hlaða draumnum ekki upp á YouTube…
– Daníel Páll Jóhannsson
Þýdd grein.
Heimild: Gizmodo
Mynd: Nicolás García, Wikimedia Commons