Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Sci-Fi myndir sem þú hefur ekki heyrt um
    Bíó og TV

    Sci-Fi myndir sem þú hefur ekki heyrt um

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Mig langaði til mæla með nokkrum áhugaverðum en lítt þekktum Sci-Fi bíómyndum. Skilyrði sem ég setti sjálfum mér er að hafa myndirnar frekar nýlegar og að þær hafi ekki verið teknar til almennra sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum, sem er merkilega erfitt að fá staðfest. Ef þið lumið á góðum myndum sjálf þá væri gaman að heyra af þeim í athugasemdum. Á Nörd norðursins birtist fyrir nokkru góð grein um tímaferðalagsmyndir, áhugasamir geta rifjað hana upp hér.

    Ég raða titlunum eftir því hve þekktar þær eru og ætti því að vera ólíklegra að þið þekktuð kvikmyndir sem eru neðar á listanum.

     

    The MoonMoon IMDb

    Árið 2009 fór ég að heyra af Moon en erlendir miðlar mældu mikið með myndinni. Ég beið spenntur eftir því að myndin yrði tekin til sýningar hérlendis. Næstum einu og hálfu ári síðar var myndin sýnd í nokkur skipti á hátíð Græna ljóssins í Regnboganum. Þá hafði ég orðið mér út um myndina erlendis frá og því fullt seint í rassinn gripið hjá íslenskum efniseigendum. Í raun er best að segja sem minnst um söguþráð myndarinnar en í stuttu máli fjallar hún um námuverkamann, sem er að vinna þriggja ára vakt á tunglinu og á meðan er hann einangraður frá öðrum. Þegar verkamaðurinn finnur tæki á yfirborði tunglsins fer honum að gruna að ekki sé allt með feldu. Hér er á ferðinni alveg stórgóð mynd sem ég mæli 100% með.

     

    FountainThe Fountain IMDb

    Árið 2006 var ég svo heppinn að sjá The Fountain eftir Darren Arronovski á kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn. Við fórum þrír saman og voru hinir tveir ósáttir. Ég var aftur á móti yfir mig hrifinn af þessari mynd. Ég ætlaði svo að sjá myndina aftur í íslenskum kvikmyndahúsum en hún var aldrei sýnd þar, sem er synd því hún nýtur sín vel á stórum skjá. The Fountain inniheldur þrjár sögur sem gerast árið 1500, árið 2005 og árið 2500. Myndin er alls ekki fyrir alla, söguþráðurinn er flókinn og nauðsynlegt fyrir áhorfandann að draga sínar eigin ályktanir. Myndmálið er þó hreint út sagt ótrúlegt og tónlistin gífurlega flott. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum sem ég verð að horfa á reglulega.

     

    Nausicaa and the Valley of the WindKaze no tani no Naushika (Nausicaä and the Valley of the Wind) IMDb

    Hayao Miyazaki hefur oft verið kallaður Walt Disney Japans. Ímyndunarafl hans er stórkostlegt og get ég með mælt með öllu sem hann hefur gert. Fyrsta myndin sem ég sá Miyazaki var Spirited Away en hún vann óskarsverðlaun á sínum tíma. Síðar var ég svo heppinn að sjá Miyazaki maraþon á bandarískri sjónvarpsstöð og sá þar Naushika sem er að mínu mati hans besta mynd. Það er synd hve lítið hefur farið fyrir myndum Miyazaki á Íslandi. Þó að flestir kvikmyndaáhugamenn þekki vel til hans þá langaði mig að láta myndina fljóta með. Öll fjölskyldan hefur gaman af þessari, efast samt um að hún sé til með íslenskum texta.

     

    The_SignalThe Signal IMDb

    Sögusvið The Signal svipar nokkuð til bókarinnar The Cell eftir Stephen King, sem kom út ári áður. Útsending í fjölmiðlum breytir venjulegu fólki í geðsjúka morðingja og við fylgjumst með heilbrigðu fólki reyna lifa ógnaröldina af. Þetta er ódýr bíómynd, sem er með þrjá leikstjóra og leikstýrir hver þeirra einum þriðja myndarinnar. Því er mjög áhugavert er að sjá breytingar þegar nýr einstaklingur tekur við stjórninni. Sumir eiga erfitt með að átta sig á hvernig áherslur leikstjóra eru mismunandi. Þessi mynd sýnir það mjög vel og því nauðsynlegt fyrir áhugamenn kvikmynda að kíkja á þessa. Sagan er líka spennandi og á vel við þá sem hafa gaman af uppvakningamyndum.

     

    The Girl Who Lept Through TimeToki o kakeru shôjo (The Girl Who Lept Through Time) IMDb

    Ekki þarf að horfa lengi á þessa mynd til að fatta að hérna er eitthvað sérstakt á ferð. Ótrúlega mikið er til af góðu japönskum teiknimyndum og eiga margir sínar uppáhalds. Þetta er ein af mínum. Ég hafði lengi ætlað að horfa á hana en einhvern veginn aldrei látið verða af því, líklega var eitthvað sem heillaði ekki. Loksins þegar ég lét verða af því var ég mjög sáttur. Ég er að vísu lítill púrítani þegar að kemur að japönskum teiknimyndum og sætti mig alveg við enskar talsetningar, aðrir vilja þó frekar horfa á upprunalegar útgáfur. Myndin er byggir á vinsælli bók sem hefur verið kvikmynduð níu sinnum. Hún fjallar um stúlku í Tokíó sem uppgötvar að hún getur ferðast um tíman. Til að byrja með breytir hún því helst í lífi sínu en fattar þó fljótlega að tímarferðalög geta haft slæm áhrif á aðra.

     

    Man from EarthThe Man From Earth IMDb

    Helsta ástæða þess að mig langaði til að segja ykkur frá nokkrum lítt þekktum Sci-Fi myndum er The Man From Earth frá 2007. Hún er skrifuð af Jerome Bixby en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað þáttinn „It‘s a Good Life“ í Twilight Zone (1959). Myndin er framleidd eftir andlát höfundarins og framleidd af syni hans. Sögusviðið er ekki stórt en myndin gerist öll í sumarhúsi. Sagan er aftur á móti gífurlega áhugaverð og sýnir nýjan vinkil á gamalli hugmynd. Þetta er eina kvikmyndin sem ég hef séð þar sem sagnamynni er krufið í þaula. Ég horfi reglulega á þessa mynd og yfirleitt með einhverjum sem hefur aldrei séð hana áður. Mæli hiklaust með henni og sérstaklega fyrir aðdáendur vísindaskálsagna.

     

    Hunter PreyHunter Prey IMDb

    Sá þessa mynd nýlega á Netflix. Hún er mjög ódýr en alveg ótrúlegt hvað framleiðendum tekst vel til. Búningar og förðun eiga sérstaklega hrós skilið. Oft er hægt að segja góðar sögur án þess að nota mikinn pening. Ég vildi óska þess að B-mynda framleiðendur væru iðnari við það og gerðu meira af myndum í ætt við þessa. Hér er á ferðinni saga af hópi skuggalegra einstaklinga sem elta flóttamann uppi á eyðimerkurplánetu. Vissulega mættu leikur og sumar brellurnar vera betri en myndin er algerlega þess virði að sjá, sérstaklega fyrir áhugamenn vísindaskáldsagna. Fólk ætti samt að forðast trailer-inn því hann lætur of mikið í ljós.

     

    ExtractedExtracted IMDb

    Þessa mynd rakst ég á í vafri á IMDb. Sögusviðið virkaði heillandi svo ég varð mér út um hana. Hún getur verið hæg á köflum en situr í mér mögum mánuðum síðar. Hér er tekið á hugmynd sem er sífellt að verða algengari í vísindaskáldsögum. Hvað ef við gætum hlaðið persónuleika okkar inn á tölvu? Sakamáli er einnig bætt við söguna en söguhetjan fer inn í huga glæpamanns sem er sakaður um morð. Góð hugmynd sem er ágætlega útfærð.

     

    Kannski heilla þessar myndir ekki alla en þær innihalda allar áhugaverðar hugmyndir sem er vel þess virði að kíkja á.

     

     

    Höfundur er Einar Leif Nielsen,
    rithöfundur.

     

    Einar Leif Nielsen sci-fi vísindaskáldskapur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÚtgáfu Xbox One frestað í 8 löndum
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #54 [MYNDBÖND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Stríðspöddur Starship Troopers

    28. júní 2022

    Aloy snýr aftur í Horizon Forbidden West

    24. febrúar 2022

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.