Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Topp 5: Íslenskar vefsíður fyrir kvikmyndanörda
    Bíó og TV

    Topp 5: Íslenskar vefsíður fyrir kvikmyndanörda

    Höf. Nörd Norðursins1. ágúst 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nörd Norðursins er líklega eina íslenska síðan sem fókusar á nördismann almennt, en á netinu leynast nokkrar aðrar íslenskar síður sem lesendum okkar gætu þótt áhugaverðar. Við höfum þess vegna ákveðið að birta nokkra topplista á komandi vikum yfir íslenskar vefsíður sem okkur þykir vert að benda á.

    Við byrjum á lista yfir síður sem fókusa á íslenska kvikmyndanörda. Þó flestar síðurnar fjalli um kvikmyndir á mun almennari hátt en við nördarnir að þá má oft finna töluvert efni sem hittir í mark. Tekið skal fram að listinn er birtur í stafrófsröð þar sem allar síðurnar bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert efni.
    Allar síðurnar eru á íslensku.

     

    Bíóvefurinn

    Bíóvefurinn

    Bíóvefurinn fór í loftið snemma á þessu ári og birtir fréttir úr heimi kvikmyndanna auk þess að gagnrýna nýjar og gamlar kvikmyndir, birta topplista og fleira. Á síðunni er líka að finna lista yfir þær kvikmyndir sem eru til sýnis í kvikmyndahúsum hverju sinni. Á bakvið vefinn stendur fjölbreyttur hópur sem hefur mikinn áhuga á kvikmyndum. Þar á meðal eru Axel Birgir Gústavsson sem var um tíma einn af okkar föstu pennum og Tómas Valgeirsson ritstjóri vefsins. Já, og talandi um Tómas…

    > Slóð: www.biovefurinn.is

     

    Gagnrýni Tómasar Valgeirssonar

    Bíófíkill

    Síðan er látlaus og einföld bíóbloggsíða þar sem Tómas Valgeirsson, ritstjóri Bíóvefsins, birtir gagnrýnir og hugleiðingar sínar. Síðan er misjafnlega oft uppfærð en klárlega þess virði að kíkja á, sama hvort þú sért sammála eða ósammála Tómasi.

    > Slóð: www.biofikill.com

     

    Kvikmyndir.is

    Kvikmyndir_is

    Trúlega stærsta, virkasta og öflugasta kvikmyndasíða Íslands. Á síðunni er að finna stiklur, sýningartíma kvikmyndahúsa, rafræna útgáfu af Myndum mánaðarins, öflugan gagnagrunn kvikmynda, gagnrýni og margt margt fleira. Síðan var opnuð 1998 og í dag þekkja flestir íslenskir kvikmyndaunnendur til síðunnar. Í dag ritstýrir Þóroddur Bjarnason, listamaður með meiru, síðunni sem er í eigu Út úr kú ehf.

    > Slóð: www.kvikmyndir.is

     

    RÚV

    RUV - kvikmyndir

    Á heimasíðu RÚV er að finna góða og hnitmiðaða kvikmyndagagnrýni. Það leynast gullmolar inn á heimasíðu RÚV fyrir kvikmyndanörda en það bráðvantar sérstakt kvikmyndahorn sem birtir allt efni RÚV sem tengist kvikmyndum. Þar kemur Google að góðum notum og er hægt að nota leitarorðið “kvikmyndir site:ruv.is” [http://lmgtfy.com/?q=kvikmyndir+site%3Aruv.is] til að finna fjölbreytta  konfektmola. Á heimasíðu RÚV er bæði hægt að nálgast kvikmyndagagnrýnina sem og örstutta texta eða með því að hlusta á útvarpsupptökurnar (sem er svo miklu skemmtilegra!).

    > Slóð: www.ruv.is/kvikmyndagagnryni

     

    Svarthöfði

    Svarthöfði

    Stílhrein og virk heimasíða um allt milli himins og jarðar sem tengist kvikmyndum. Síðan fór í loftið árið 2011 og hefur stækkað hratt og örugglega síðan þá. Þó að síðan beri sama nafn og eitt mesta (og flottasta) illmenni kvikmyndasögunnar er síðan svo sannarlega af hinu góða. Vignir Jón Vignisson fréttafulltrúi og Þórarinn Þórarinsson blaðamaður ritstýra vefnum.

    > Slóð: www.svarthofdi.is

     

    Það er ómögulegt að sleppa þræðinum hér án þess að benda á nokkrar síður til viðbótar.

    Erlingur Grétar Einarsson sér um kvikmyndasíðuna Filmophilia sem er mjög öflug og hefur stækkað hvað hraðast af öllum þeim síðum sem hér hafa verið nefndar. Eina ástæðan fyrir því að síðan endaði ekki á topp 5 listanum er að hún er á ensku en ekki íslensku. Filmophilia fær einnig stóran plús fyrir að vera mjög virk í að birta viðtöl við fólk úr kvikmyndaheiminum og fyrir að vera með sérstaka möppu sem er tileinkuð íslensku efni (Icelandic stuff).

    Hér vil ég nefna þrjá handhægar síður sem er gott að vita af en eru þó sjaldan heimsóttar. Kvikmyndavefurinn er íslenska útgáfan af IMDb þar sem hægt er að finna upplýsingar um íslenskar kvikmyndir, leikara , leikstjóra og annað fólk sem tengist íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Á heimasíðu kvikmyndaskoðunar er hægt að nálgast lista yfir aldurs- og innihaldsmerkingar kvikmynda (sérlega þægilegt fyrir foreldra sem vilja fylgjast með því hvað börn þeirra eru að horfa á). Síðan en ekki síst ber að nefna að verið er að uppfæra heimasíðu Kvikmyndasafns Íslands og verður spennandi að sjá útkomuna á þeirri vinnu.

    Í lokin minni ég lesendur á kvikmyndahorn Nörd Norðursins þar sem hægt er að finna fróðleik, fréttir, gagnrýni, topplista og fleira með nördalegu (og íslensku) yfirbragði.

    Kvikmyndasafn - í vinnslu

     

    Finnst þér vanta einhverja síðu á listann?

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson kvikmyndir topplisti
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: World War Z (2013)
    Næsta færsla Væntanlegir leikir í ágúst 2013
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025

    Echoes of the End er kominn út – sjáðu útgáfustikluna

    12. ágúst 2025

    Echoes of the End – nýr metnaðarfullur ævintýraleikur frá íslensku leikjafyrirtæki

    7. júní 2025

    Myrkur Games á Future Games Show

    7. júní 2025

    Styttist í EVE Fanfest – stærsta tölvuleikjaviðburðinn á Íslandi

    6. mars 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.