Tækni

Birt þann 30. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sony og Panasonic þróa nýja gagnadiska

Í gær tilkynnti Sony og Panasonic að fyrirtæki tvö hefðu gert samkomulag um samvinnu í þróun og gerð á nýrri kynslóð gagnadiska. Fyrirtækin stefna á að bjóða upp á diska árið 2015 sem geta tekið upp a.mk. 300 gb. af gögnum. Til samanburðar getur hefðbundinn einfaldur DVD diskur tekið upp allt að 4,7 gb. af gögnum og Blu-Ray diskur 25 gb.

Sony og Panasonic telja þessa þróun nauðsynlega til að standast aukna eftirspurn af stærri diskum og telja fyrirtækin að sú eftirspurn muni aukast enn frekar með árunum.

Heimild: Sony / Mynd: Wikimedia Commons (CD) / -BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑