Greinar

Birt þann 28. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2013: EVE Online 10 ára!

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að heill áratugur sé liðinn frá því að EVE Online var gefinn út. Á EVE Keynote var farið yfir 10 ára sögu leiksins fyrir fullum sal í Eldborg, stærsta sal Hörpu.

Hugmyndin að EVE fæðist

Árið 1996 var íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Oz að þróa Oz Virtual – sýndarveruleika á netinu. Frumkvöðlar CCP störfuðu hjá Oz og sáu framtíðina í tölvuleikjagerð og reyndu að telja Oz trú um að fókusa sér að nýju tölvuleikjahugmyndinni. Oz var með aðra framtíðarsýn og önnur markmið sem varð til þess að yfirgáfu Oz og stofnuðu stuttu síðar CCP sem vann að gerð tölvuleiksins, sem síðar varð að EVE Online. Starfsmenn CCP voru fáir og ungir á þessum árum og bráðvantaði fjármagn til þess að þróa tölvuleikinn og kaupa tækjabúnað.

EVE Online hulsturÞróun, fjármögnun og útgáfa

CCP gaf út íslenska borðspilið Hættuspilið árið 1998 og seldist spilið í u.þ.b. 10.000 eintökum sem varð til þess að þeir fengu næga peninga til þess að halda áfram að vinna að gerð leiksins. Í kjölfarið réð CCP fleiri starfsmenn, meðal annars nokkra áhugamenn um tölvuleikinn sem virtust vita mun meira um leikinn en leikjahönnuðurnir CCP, og fóru hlutirnir fljótlega að rúlla af stað. Eins og margir muna voru flest allir tölvuleikir gefnir út í leikjaboxum í verslunum og fóru starfsmenn CCP því til Bandaríkjanna til þess að kynna leikinn og leita eftir áhugasömum útgefanda. Það tókst og að lokum voru öll pússlin komin á sinn stað og var EVE Online gefinn út þann 6. maí 2003. CCP menn nöguðu á sér neglurnar á meðan fólk keypti leikinn, óvissir um hvernig móttökur leikurinn fengi. Raðir mynduðust fyrir framan Skífuna á Laugarvegi og víðar og virtist ríkja mikill spenningur fyrir leiknum.

EVE Online í 10 ár

Heil 10 ár eru liðin frá útgáfu leiksins. Leikurinn sem var upphaflega seldur í leikjaboxum er nú aðgengilegur í gegnum netið og borga spilarar mánaðarlegt áskriftargjald til þess að spila leikinn. Það er afrek að eftir 10 ár er leikurinn enn mjög vinsæll og heldur áfram að stækka og eflast. Til að mynda voru áskrifendur EVE Online um 400.000 fyrir ári síðan en eru nú orðnir yfir 500.000. CCP hefur hugsað einstaklega vel um leikinn með því að hlusta á spilarana og gefa út aukapakka með reglulegu millibili og munu halda því áfram, í fyrra með Inferno og í ár með Odyssey aukapakkanum. CCP hefur einnig náð að mynda öflug tengsl við EVE spilara með því að halda hittinga víðsvegar um heiminn, bæði með því að halda minni pöbbakvöld og auðvitað hið árlega EVE Fanfest sem stækkar frá ári til árs.

Framtíðin

CCP kynnti í kjölfarið nýjasta aukapakkann, Odyssey, sem kemur út í næsta mánuði. Einnig hefur nýtt hlið inn í EVE heiminn verið opnað með DUST 514 þar sem spilarar tveggja leikja geta nú spila inn í eina og sama heiminum. CCP vill að leikir þeirra verði mótaðir af spilurunum sem skila eftir sig spor í sandinum og hafa áhrif á heiminn með einum eða öðrum hætti.

Framtíð EVE Online er björt og hefst nú nýr áratugur í sögu leiksins. Í lok kynningarinnar var svo skálað í kampavíni, enda ekki annað hægt á jafn miklvægum tímamótum. Við hjá Nörd Norðursins lyftum upp glösum og skálum fyrir EVE Online og CCP!

• Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑