Birt þann 28. júní, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Sinfó heldur tölvuleikjatónleika
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja tónlist úr völdum tölvuleikjum á sérstökum tölvuleikjatónleikum sem haldnir verða 13. og 14. september næstkomandi í Hörpu. Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV, Starfield og EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP.
Hljómsveitin mun spila lög úr leikjum á borð við Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilization VI, Sea of Thieves, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV, Starfield og EVE Online
Um árabil hafa sinfóníuhljómsveitir víðsvegar um heim boðið upp á tölvuleikjatónleika sem hafa hlotið góðar viðtökur. Lítið hefur borið á slíkum tónleikum hér á landi en árið 2013 spilaði Sinfóníuhljómsveit Íslands tónlist úr tölvuleiknum EVE Online að tilefni 10 ára afmælis leiksins. Lúðrasveitin Svanur hefur sömuleiðis haldið sérstaka tölvuleikjatónleika sem heppnuðust afskaplega vel. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka tölvuleikjatónleika sem inniheldur lög úr fjölda tölvuleikja.
Írska tónleikaskáldið Eímear Noone er hljómsveitastjóri en hún er jafnframt tölvuleikjatónskáld og hefur samið tónlist fyrir World of Warcraft, Overwatch, Hearthstone og fleiri leiki.
Aðeins tvennir tónleikar eru í boði þegar þessi frétt er skrifuð. Föstudaginn 13. september kl. 20:00 og laugardaginn 14. september kl. 16:00. Áætlað er að tónleikarnir taki um tvo klukkutíma með hléi.
> Smelltu hér til á kaupa miða á heimasíðu Sinfó
Efnisskrá tónleikanna er að finna á Spotify:
Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands