Menning

Birt þann 30. maí, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hvaða tölvuleiki spila forsetaframbjóðendur?

Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra […]

Nörd Norðursins hefur undanfarnar forsetakosningar fengið að kynnast „nördahlið“ forsetaframbjóðenda. Til dæmis spurðum við forsetaframbjóðendur árið 2012 að því hvernig móttökur Svarthöfði fengi á Bessastöðum ef þau yrðu kosin og árið 2016 spurðum við um viðbrögð þeirra ef geimverur myndu mæta óvænt til Íslands.

Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra og hvaða leikir eru helst í uppáhaldi hjá þeim. Hér koma svör þeirra frambjóðenda sem svöruðu spurningunum okkar:

Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

Jón: Strategíska leiki eins og Warcraft og Heroes of Might and Magic eða Grand Theft Auto eða Call of Duty.

Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Jón: Heroes of Might and Magic II og Warcraft II: Tides of Darkness

Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

Jón: Heroes of Might and Magic II

Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

Jón: Tetris

Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

Viktor: Turn based strategy í dag.

Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Viktor: NBA JAM af því að HE’S ON FIRE!

Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

Viktor: Mortal Kombat, Civilization og Hearthstone

Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

Viktor: Tetris allan tímann. RIP Jonas NeuBauer.

Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

Halla: Ég er ekki virk í tölvuleikjum en hef gripið í Nintendo Switch tölvuna heima og spilað með fjölskyldunni Mario og fleira skemmtilegt.

Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Hann sannfærði mig líka um að við ættum að halda fyrsta lanið á Bessastöðum.

Halla: Counter-Strike. Maðurinn minn sigraði 10 skjálfta og keppti á tveimur heimsmeistaramótum í Counter-Strike fyrir rúmum 20 árum. Ég komst að því eftir að við kynntumst að hann gekk undir nafninu „MurK-Krissi“. Ráð mitt til kvenna er að það rætist mest úr nörda strákunum! Hann sannfærði mig líka um að við ættum að halda fyrsta lanið á Bessastöðum.

Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina? Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

Halla: Ætli það sé ekki bara gamli góði Tetris frá því í gamla daga. Annars spilaði ég um tíma leikinn Box Island sem Haukur Steinn bróðir minn gaf út. Leikurinn var góður inngangur fyrir börn til að læra forritun og var mjög skemmtilegur.

Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

Eiríkur: Spila mest bara stutta leiki og nota þá NESmini

Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Eiríkur: R TYPE, spilaði hann mikið í spilakassa sem barn i Californiu svo var mikið spilað Starcraft þegar sá fyrsti kom út.

Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

Eiríkur: Það yrði Starcraft eða Super Mario Bros.

Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

Eiríkur: TETRIS allan daginn var mikið spilað á Gameboy á tíunda áratuginum.

Ert þú enn óviss um hvaða frambjóðenda þú ætlar að kjósa í forsetakosningunum þann 1. júní 2024? Hér er hnitmiðuð samantekt á RÚV yfir svör frambjóðenda við ýmsum spurningum.

Munið að nota atkvæðisrétt ykkar.

Myndir: Facebook-síður frambjóðenda

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑