Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Hvaða tölvuleiki spila forsetaframbjóðendur?
    Menning

    Hvaða tölvuleiki spila forsetaframbjóðendur?

    Höf. Bjarki Þór Jónsson30. maí 2024Uppfært:31. maí 2024Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra […]

    Nörd Norðursins hefur undanfarnar forsetakosningar fengið að kynnast „nördahlið“ forsetaframbjóðenda. Til dæmis spurðum við forsetaframbjóðendur árið 2012 að því hvernig móttökur Svarthöfði fengi á Bessastöðum ef þau yrðu kosin og árið 2016 spurðum við um viðbrögð þeirra ef geimverur myndu mæta óvænt til Íslands.

    Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra og hvaða leikir eru helst í uppáhaldi hjá þeim. Hér koma svör þeirra frambjóðenda sem svöruðu spurningunum okkar:

    Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

    Jón: Strategíska leiki eins og Warcraft og Heroes of Might and Magic eða Grand Theft Auto eða Call of Duty.

    Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

    Jón: Heroes of Might and Magic II og Warcraft II: Tides of Darkness

    Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

    Jón: Heroes of Might and Magic II

    Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

    Jón: Tetris

    Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

    Viktor: Turn based strategy í dag.

    Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

    Viktor: NBA JAM af því að HE’S ON FIRE!

    Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

    Viktor: Mortal Kombat, Civilization og Hearthstone

    Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

    Viktor: Tetris allan tímann. RIP Jonas NeuBauer.

    Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

    Halla: Ég er ekki virk í tölvuleikjum en hef gripið í Nintendo Switch tölvuna heima og spilað með fjölskyldunni Mario og fleira skemmtilegt.

    Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

    Hann sannfærði mig líka um að við ættum að halda fyrsta lanið á Bessastöðum.

    Halla: Counter-Strike. Maðurinn minn sigraði 10 skjálfta og keppti á tveimur heimsmeistaramótum í Counter-Strike fyrir rúmum 20 árum. Ég komst að því eftir að við kynntumst að hann gekk undir nafninu „MurK-Krissi“. Ráð mitt til kvenna er að það rætist mest úr nörda strákunum! Hann sannfærði mig líka um að við ættum að halda fyrsta lanið á Bessastöðum.

    Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina? Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

    Halla: Ætli það sé ekki bara gamli góði Tetris frá því í gamla daga. Annars spilaði ég um tíma leikinn Box Island sem Haukur Steinn bróðir minn gaf út. Leikurinn var góður inngangur fyrir börn til að læra forritun og var mjög skemmtilegur.

    Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst?

    Eiríkur: Spila mest bara stutta leiki og nota þá NESmini

    Hvaða tölvuleikur er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

    Eiríkur: R TYPE, spilaði hann mikið í spilakassa sem barn i Californiu svo var mikið spilað Starcraft þegar sá fyrsti kom út.

    Hvaða leik hefur þú spilað mest í gegnum tíðina?

    Eiríkur: Það yrði Starcraft eða Super Mario Bros.

    Tetris, Angry Birds eða Candy Crush?

    Eiríkur: TETRIS allan daginn var mikið spilað á Gameboy á tíunda áratuginum.

    Ert þú enn óviss um hvaða frambjóðenda þú ætlar að kjósa í forsetakosningunum þann 1. júní 2024? Hér er hnitmiðuð samantekt á RÚV yfir svör frambjóðenda við ýmsum spurningum.

    Munið að nota atkvæðisrétt ykkar.

    Myndir: Facebook-síður frambjóðenda

    Eiríkur forsetakosningar forseti íslands Halla Hrund Jón Gnarr Viktor
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSamstarfsgrein – Sveinn uppfærir tölvuna á ný
    Næsta færsla Ævintýri Jin Sakai koma loks á PC
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.