Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Assassin’s Creed: Shadows færir ævintýrið til Japans
    Fréttir

    Assassin’s Creed: Shadows færir ævintýrið til Japans

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson16. maí 2024Uppfært:16. maí 2024Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Assassin’s Creed Shadows, næsti leikurinn í ævintýra og hasar seríu Ubisoft, kemur út þann 15 Nóvember næsta, rétt um ári eftir að Assassin’s Creed Mirage kom út.

    Leikurinn mun gerast í Japan og korti til að spila á sambærilegt Assins’s Creed Origins að stærð, og notast við samstarfs aðila kerfi eins og Assasin’s Creed III notaðist við.

    Í AC Shadows þá verður hægt að spila sem tvær persónur: Yasuke og Naoe. Það er ekki vitað hvort að það sé hægt að skipta á milli þeirra hvenær sem er, eða hvort að það er bara í vissum köflum eins og AC Syndicate notaðist við. Þau munu spilast ólíkt, Yasuke er samurai stríðsmaður, á meðan Naoe er shinobi og notast við skuggana og er sú eina af þeim sem notast við hidden blade sem Assassin reglan notast við.

    Yasuke var forvitnileg persónu í sögunni, ýmsar sögur eru til um hann og ekki vitað hve mikið af því var í raun rétt eða orðrómar og þjóðsögu. Hann á að hafa komið til Japans um árið 1579 sem er á sama tíma og saga leiksins byrjar. Hann var blökkumaður sem varð að samurai og komst í snertingu við margar af helstu persónum Japans þess tíma eins og Oda Nobunaga, Portúgalska sjó og kaupmenn ásamt Jesúít trúboðum sem allir voru að leita leiða að fá landið til að opna sig fyrir erlendum öflum sem ásældust auð landsins.

    Naoe er frá fjallendi og upprunasvæði shinobi og verður á vegi Yasuke þegar hann kemur til að eyða þorpi hennar. Faðir hennar er sögulega persónan Fujibayashi Nagato

    Ubisoft er auðitað eins og oft áður að taka sögulegar persónur og atburði og tvinna það við leiki þeirra sem hentar sem best. Það borgar sig ávallt að muna að þetta eru ekki sagnfræðilega réttir leikir, heldur meira til skemmtunar.

    Það var vitað að Project Red, eins og hann kallaðist þá myndi gerast í Japan á miðaldartímum, samkvæmt því sem var sýnt í dag er nú hægt að sjá að sagan virðist gerast á tímunum þegar Japan var að sameinast og lok Sengoku tímabilsins.


    Ubisoft hefur talað um að borð leiksins verði smærra en var í AC Odyssey og AC Valhalla sem voru risastór og með stundum aðeins og mikklu að eiga við á þeim. Það verða ekki sync punktar eins og hefur verið í eldri leikjum. Nú þurfa leikmenn að skoða umhverfi sitt og merkja inn á kortið miklvæga staði til að kanna. Þessir gömlu punktar verða þó áfram til taks þegar þarf að ferðast snögglega á milli staða í leiknum.

    Leikurinn mun koma út þann 15. Nóvember á þessu ári fyrir Xbox Series X|S, PS5, PC, Mac, og Amazon Luna.

    Heimild: Gamespot

    Assassins Creed Assassins Creed Odyssey Assassins Creed Origins Assassins Creed Valhalla pc PS5 Xbox Series X|S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFlott PC útgáfa af Horizon: Forbidden West
    Næsta færsla Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.