Greinar

Birt þann 30. maí, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Ævintýri Jin Sakai koma loks á PC

Sony heldur áfram að færa PlayStation leiki yfir á PC og nú er komið af Samurai-leiknum, Ghost of Tsushima. 

Leikurinn kom fyrst út fyrir PlayStation 4 í Júlí árið 2020 og síðar rétt um ári síðar fyrir PlayStation 5 í uppfærðri útgáfu með öllu niðurhalsefni leiksins í einum pakka. Sony staðfesti að leikurinn hefur selst í tæpum 10 milljón eintökum í Júlí 2022 og má búast við að það hafi bara bætt við þá sölu síðan þá. 

Bjarki hjá Nörd Norðursins tók leikinn fyrir bæði í fyrstu hughrif myndbandi og grein, og síðar gagnrýni á leiknum og var hann mjög hrifinn af leiknum og gaf honum 4,5 af 5 mögulegum í einkunn.

Við allir hjá Nörd Norðursins vorum hrifnir af honum og völdum hann í efsta sætið yfir leik ársins hjá okkur fyrir árið 2020. 

Í fyrsta sinn á PC, er nú hægt að spila í gegnum ferðalag Jin Sakai og upplifa heildar söguna í Ghost of Tsushima: Director’s Cut.

Samúræinn sem fer ótroðnar slóðir er leikur ársins að mati Nörd Norðursins! Í Ghost of Tsushima stjórnar spilarinn samúræjanum Jin Sakai. á 13. öld. Á japönsku eyjunni Tsushima ríkir ófriður þar sem Mongólar hafa ráðist til atlögu og fara með berserksgang um landið, ræna og drepa og brenna bæi. Áætlun þeirra er að nota eyjarnar sem stökkpall til innrásar á Japan sjálft. Jin notar hæfileika sína sem samúræ til að finna óvini sína, berjast við þá og um leið frelsa heimafólk undan prísund Mongóla. Leikurinn er mjög vel slípaður og býður upp á vel skrifaða sögu, skemmtilega spilun, flottan leikjaheim, fjölbreytt verkefni og bardaga, marga hæfileika og aukahluti og endingin á leiknum er mjög góð.

Hollenska fyrirtækið Nixxes sér um yfirfærslu leiksins yfir á PC og eftir að hafa spilað leikinn í nokkra tíma á ný, verð ég að segja það tókst mjög vel upp.

Ghost of Tsushima Director’s Cut er fyrsti PlayStation leikurinn á PC sem notast við nýja PlayStation viðmótið, sem inniheldur aðgang að vinalistanum þínum, bikurum, stillingum og prófílnum. Hægt er að nálgast hann hvenær sem er með að ýta á “SHIFT+F1” takkan á lyklaborðinu. 

Hægt er að vinna sér inn PlayStation bikara á meðan spilað er leikinn eins og á PlayStation leikjavélunum. Leikurinn á PC deilir sama lista og á PS5 svo því miður er ekki tvöfaldur platínubikar mögulegur þarna. Að auki styður hann við afrek eða achievements á Steam og Epic Games Store. 

Ég prófaði að spila leikinn á DualSense fjarstýringunni og þá var þetta eins og á spila á PlayStation fannst mér. Ég prófaði einnig Xbox One pinna sem virkaði fínt eins og var við að búast. 

Það er stuðningur við alls konar tölvuskjái frá hinu hefðbundna 16:9, 21:9, 32:9 og jafnvel 48:9 sem er þriggja tölvuskjás stuðningur. Stuðningur við uppskölun með gervigreind er til staðar og styður leikurinn við Nvidia DLSS 3, AMD FSR og Intel XeSS. 

Fyrir fjölspilun leiksins, Legends Mode. Þá er stuðningur við að leikmenn á PS4, PS5 og PC spili saman, en til þess þarf þó PlayStation aðgang.

Leikurinn er nú með stuðning við japanskan munnhreyfingar, eitthvað sem var ekki í boði í fyrstu þegar leikurinn kom út á PS4, það var pínu skrítið að setja leikinn á japanskt tal og varir persónanna pössuðu ekki við það sem þær voru að segja. Þetta var einmitt eitthvað sem Bjarki nefndi í gagnrýni sinni á þeirri útgáfu leiksins. 

Það borgar sig að kíkja á PC útgáfu leiksins, eina sem þarf að benda á að kíkja á hvaða vélbúnaðar kröfur leikurinn krefst. 

DIRECTORS CUT lágmarks kröfur

  • Memory: 8 GB
  • Graphics Card: NVIDIA GeForce GTX 960 or Radeon RX 5500 XT
  • CPU: Intel Core i3-7100 or Ryzen 3 1200
  • File Size: 75 GB
  • OS: Windows 10 or higher

Ghost of Tsushima DIRECTORS CUT ´ákjósanlegur búnaður

  • Memory: 16 GB
  • Graphics Card: NVIDIA GeForce RTX 2060 or Radeon RX 5600 XT
  • CPU: Intel Core i5-8600 or Ryzen 5 3600
  • File Size: 75 GB
  • OS: up to Windows 11

Leikurinn er um 75 GB að stærð og er krafist að fólk sé með SSD diska drif til að spila leikinn af. Það er eitthvað sem nær allar tölvu frá síðustu árum ættu að innihalda. 

Ef þið hafið aldrei spilað þennan frábæra leik áður, og hafið ekki aðgang að PS4 eða PS5 þá er ótrúlega auðvelt að mæla með honum. Ég enda þetta á orðum úr gagnrýni leiksins. 

Leikurinn er mjög vel slípaður og býður upp á vel skrifaða sögu, skemmtilega spilun, flottan leikjaheim, fjölbreytt verkefni og bardaga,

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑