Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Sony kynnir uppfærðar PS5 vélar
    Fréttir

    Sony kynnir uppfærðar PS5 vélar

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson11. október 2023Uppfært:12. október 2023Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Eftir að ýmsar fréttir höfðu lekið út á síðustu vikum, þá hefur Japanski tæknirisinn Sony staðfest að það sé á leiðinni straumlínulagaðri útgáfa af PlayStation 5. Uppfærða útgáfan mun koma út í nóvember á heimsvísu og vera með sömu vélbúnaðar „spekka“ og núverandi vélar bara í smærra formi.

    Þessi smærri útgáfa mun verða fáanleg í tveimur útgáfum eins og er í boði í dag. PlayStation 5 sjálf með diska drifi og stafræna útgáfu vélarinnar. Þessar munu taka pláss eldri véla þegar þær eru uppseldar á markaðnum. 

    Í Bandaríkjunum mun diskadrifs vélin kosta $499 Dollara eða um 70 Þúsund krónur. Þá má gera ráð fyrir að verðin hérna heima á Íslandi verði nærri lagi og er nú í dag í helstu verslunum landsins. Stafræna útgáfan mun kosta $449 Dollara sem er $50 Dollara hækkun frá núverandi verði vélarinnar í Bandaríkjunum. 

    Það sem er helsta við þessar nýju útgáfur er að vélin hefur smækkað í ummáli um meira en 30% að sögn Sony og er einnig léttari. Hliðar vélarinnar eru nú fjórar í stað þeirra tveggja sem hafa verið. Hægt er að skipta þeim út eins og hefur verið hægt með eldri týpuna, Sony á eftir að kynna hvaða litir og slíkt verða í boði fyrir vélarnar. 

    Það sem er nýtt við stafrænu PS5 í ár er að það verður hægt að uppfæra vélina síðar með diskadrifi til að geta spilað PS4 og PS5 diska ásamt Blu-Ray og Ultra HD-Blu-Ray diska. Drifið mun kosta $80 í Bandaríkjunum, sem gerir þessar útgáfu dýrari en að kaupa bara strax PS5 vél með diskadrifi.  

    Láréttur standur mun fylgja með nýju PS5 vélunum. Það verður einnig í boði Lóðréttur standur sem verður hægt að kaupa stakann á 29.99 USD | 29.99 EURO | 24.99 GBP | 3,980 JPY eða um 4.200 krónur.

    Báðar útgáfur PS5 munu verða með 1TB innværan ssd disk, áður hafði bara verið 884GB í boði og af því var einungis 667GB laus fyrir leiki og annað slíkt. 

    Í raun er þetta að mestu útlits breyting á PlayStation 5 og er ólíklegt að núverandi eigendur vélanna munu vilja skipta þeim út, það á eftir að skýrast nánar þegar nær dregur hvernig Sony hefur náð að gera vélarnar smærri og ódýrari í framleiðslu. Má búast við að helstu tækni síður og youtube rásir verða snögg að rífa vélarnar í sundur þegar þær koma út í nóvember. 

    Við færum ykkur fréttir um staðfest verð hér á Íslandi þegar við vitum meira. 

    Heimild: Kotaku

    Digital PS5 Slim sony
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaCrew Motorfest
    Næsta færsla Hliðarspor til Bagdad borgar
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.