Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Uncharted safnið kemur á PC
    Leikjarýni

    Uncharted safnið kemur á PC

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson28. október 2022Uppfært:28. október 2022Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í vikunni kom út Uncharted: Legacy of Thieves safnið á PC og er fáanlegt í gegnum Steam og Epic Store búðirnar. Safnið inniheldur Uncharted 4: A Thief’s End og Uncharted: Lost Legacy. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að spila leiki í seríunni á PlayStation leikjavélunum. Þetta safn byggir á því sem kom út fyrr á árinu fyrir PlayStation 5 ásamt að styðja við þá ótal möguleika sem PC býður upp á. Það eina sem vantar úr leikjunum á PlayStation 4 er fjölspilun Uncharted 4.

    Hér fyrir ofan er útgáfu kitlan fyrir safnið og stillir upp sögunni og hasarnum sem er í boði í báðum leikjunum. Fyrirtækið Iron Galaxy sá um að færa leikina yfir af PlayStation á PC. Þeir hafa “portað” Spyro og Crash Bandicoot söfnin á PC og The Elder Scrolls V: Skyrim yfir á Nintendo Switch og tekið að sér ótal fleiri verkefni.

    Uncharted 4: Thiefs End kom út árið 2016 og fékk 4.5/5 mögulegum hjá okkur og sagði gagnrýnandinn okkar að „Leikurinn er tækniundur frá a til ö. Allt er eins og það á að vera en samt er ekkert sem kemur manni á óvart.“  

    Uncharted: Lost Legacy kom upprunalega út 2017 og fékk 4/5 stjörnum hjá okkur. Sami gagnrýnandi á UC4, dæmdi þennan hann Jósef Karl og sagði „Nathan Drake fær hvíld og stöllurnar Chloe og Nadine taka við og sparka í rassa.“ 

    Við mælum endilega með að lesa dómana tvo fyrir ofan til að læra meiri um þessi leiki.

    Myndbandið sem fylgir þessari grein fer í gegnum PC útgáfuna og hvað er í boði í henni og auðvitað hvernig safnið kemur út á PC.

    Það er jákvætt að sjá að Sony heldur áfram að gefa út PlayStation leiki á PC og leyfa sem flestum að spila mikið að betri leikjum síðari ára. Leikir eins og The Last of Us: Part 1, Spider-Man: Miles Morales, Sackboy: A Big Adventure eru nú þegar staðfestir og orðrómar eru um fleiri á næstunni. Mig dreymir um Demon’s Souls endurgerðina á PC og hvað þá Bloodborne í einhverju formi.

    Kaup Sony fyrr á árinu á hollenska fyrirtækinu Nixxes var klárlega skref hjá þeim í þessum málum.

    Fyrir þá sem hafa aldrei spilað Uncharted leikina þá er auðvelt að mæla með þessu safni, það eru litlir tæknilegir örðugleikar, en þeir ættu að verða lagaðir fljótlega.

    Ekki missa af tveimur af betri hasar- og ævintýraleikjum síðari ára.

    Eintak var í boði útgefanda

    Epic Games Store pc ps4 PS5 steam Uncharted Uncharted 4 Uncharted: The Lost Legacy
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍ skugga leðurblökunnar
    Næsta færsla Gzero kveður – Lokakvöldið í kvöld
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.