Fréttir

Birt þann 25. ágúst, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Sony hækkar verð PlayStation 5

Sony hefur tilkynnt um væntanlega verðhækkun á PlayStation 5 leikjavélinni og þessi hækkun mun taka gildi strax í flestum mörkuðunum víðsvegar um heiminn.

Vélin mun hækka um £30 um 5000 ísl kr í Bretland og €50 7000 ísl kr í Evrópu, í heildina £480/€550. Verð stafrænu vélarinnar án diskadrifs verður £390/€450.

Núverandi verð PlayStation 5 er um 99.999.kr og 79.999.kr fyrir stafrænu útgáfu vélarinnar.

Aðrir markaðir eins og Japan, Kína, Ástralía, Mexíkó og Kanada munu sjá verðhækkanir en Bandaríkin munu ekki sjá neina hækkun eins og er. 

Sony ákvað að kynna ekki þessa hækkun á byrjun Gamescom leikja hátíðarinnar sem stendur nú yfir í Köln í Þýskalandi, í stað þess sýndu þeir nýju Premium DualSense fjarstýringuna.

Forstjóri PlayStation Jim Ryan staðfesti þessar hækkanir í morgun og kenni hárri verðbólgu í heiminum ásamt óhagstæðum gengissveiflum sem hefðu slæm áhrif víðsvegar og einnig á tækni heiminn.

Ryan sagði að þetta hefði verið erfið ákvörðun og að forgangsverkefni Sony væri að bæta úr birgðarstöðu PS5 þannig að sem flestir gætu náð að upplifa allt það sem PS5 hefur að bjóða upp á.

Það er ekki búist við að þessi hækkun muni hafa of mikil áhrif á eftirsókn fólks eftir leikjavél Sony að mati sérfræðinga. Það er ekki langt síðan að Meta móðurfyrirtæki Facebook, hækkuðu verðið á Quest 2 VR tæki þeirra um $100 og bættu við leiknum Beat Saber til að gera hækkunina aðeins auðveldari að melta fyrir fólk.

Hvað samkeppnisaðilar Sony þ.e.a.s. Microsoft með Xbox Series vélarnar og Nintendo með Nintendo Switch munu gera er óvitað eins og er. Ekki er ólíklegt að Microsoft muni setja aukinn kraft í boðskap þeirra hvað varðar  virði vélar þeirra og Gamepass áskriftarþjónustu þeirra sem Sony svaraði loks nýlega með breytingum á PS Plus áskrift þeirra. 

Við vitum ekki eins og er hvort eða hvernig þessar breytingar á verði PlayStation 5 munu skila sér eða ekki. Vélin er nú þegar dýrari en annars staðar og er erfitt að segja til hvernig verðið gæti breyst hér á landi og hvaða áhrif það myndi hafa ef einhver. Nörd Norðursins hefur sent Senu umboðsaðila PlayStation á Íslandi spurningar í sambandi við þessar hækkanir og munum við uppfæra frétt okkar með svörum frá þeim.

Það er síðan óskandi að þegar að hlutirnir skána í heiminum og verðbólgan lækkar að við sjáum hlutina lækka á ný í stað þess að haldast í stað. 

Heimild: Eurogamer

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑