Birt þann 9. ágúst, 2022 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Leikjavarpið #43 – Stray, PowerWash Simulator og hinsegin í tölvuleikjum
Í þættinum er ofurkrúttlegi kisuleikurinn Stray tekinn fyrir en leikurinn hefur náð að heilla marga spilara upp úr skónum og hefur auk þess verið nokkuð áberandi á netinu og samfélagsmiðlum. Fyrst þarf þó að klæða sig í gulu gúmmíhanskana þar sem háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator verður tekinn fyrir og enginn skítur skilinn eftir! Farið er yfir reynslusögur af því að steyma leikjum beint í gegnum PlayStation-leikjatölvuna og rætt um fréttir sem tengjast PlayStation 5, PSVR2 og Quest 2. Í lok þáttar er fjallað um bílaleikinn Hot Wheels Unleashed sem býður spilurum meðal annars upp á það að búa til sínar eigin brautir. Allt þetta og fleira í fertugasta og þriðja þætti af Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins!
Efni þáttar:
- Hvað er verið að spila?
- Háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator
- Kisuleikurinn Stray
- Hinsegin í tölvuleikjum
- Hvernig virkar að streyma PS-leikjum?
- PS5 með stuðning við 1440p skjái
- PSVR2 upplýsingar og Quest 2 hækkar í verði
- Hot Wheels Unleashed