Fréttir
Birt þann 15. desember, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins
Spilum Chorus
Sveinn fjallaði um leikinn í nýjasta þætti Leikjavarpsins og í myndbandinu hér fyrir neðan kafar hann enn dýpra í leikinn.
Sveinn hefur undanfarna daga verið að spila Chorus frá þýska tölvuleikjastúdíóinu Fishlabs. Chorus er þriðju persónu geimskotleikur sem gerist í opnum heim. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk Nöru og sem flýgur um á geimskipi til að kanna nýja heima og ný svæði og verjast ýmsum ógnum. Sveinn fjallaði um leikinn í nýjasta þætti Leikjavarpsins og í myndbandinu hér fyrir neðan kafar hann enn dýpra í leikinn.
Eintak af leiknum var fengið í gegnum framleiðanda.