Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls
    Tölvuleikir

    Ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2021Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Okkar kæri Sveinn Aðalsteinn kláraði á dögunum Demon’s Souls á PlayStation 5. Leikurinn var einn af fyrstu útgáfuleikjum PlayStation 5 leikjatölvunnar í nóvember í fyrra og er óhætt að segja að um stórkostlega endurgerð sé að ræða. Steinar Logi gagnrýndi leikinn á síðu Nörd Norðursins fljótlega eftir útgáfu og gaf leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum – hægt er að lesa gagnrýnina í heild sinni hér.

    Það má segja að það sé ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls sem krefst mikillar þolinmæði að spila. Leikurinn er óhræddur við að refsa spilaranum ef hann gerir mistök svo nauðsynlegt er að endurtaka leikjakafla aftur og aftur þar til að þeir heppnast.

    Leikurinn er óhræddur við að refsa spilaranum ef hann gerir mistök svo nauðsynlegt er að endurtaka leikjakafla aftur og aftur þar til að þeir heppnast.

    Demon’s Souls á PlayStation 5 er endurgerð á samnefndum leik sem kom upphaflega út árið 2009 fyrir PlayStation 3. Útlitið á endurgerðinni er stórkostlegt og tæknileg útfærsla leiksins virkilega vönduð. Það er leikjafyrirtækið Bluepoint Games sem sá um endurgerð leiksins en þeir hafa einnig Shadow of the Colossus endurgerðina sem þykir einnig mjög vel heppnuð og Metal Gear Solid HD Collection svo eitthvað sé nefnt.

    Í Leikjavarpinu þætti 26 ræddu þeir Sveinn og Steinar um PS5 útgáfuna af Demon’s Souls, hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni og horfa á Svein spila leikinn í myndbandinu hér fyrir neðan.

    Bluepoint Games Demons Souls
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFlakkað á milli vídda í Ratchet & Clank Rift Apart
    Næsta færsla GameTíví með fjóra þætti á viku
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.