Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Tvær útgáfur af PlayStation 5
    Fréttir

    Tvær útgáfur af PlayStation 5

    Höf. Bjarki Þór Jónsson11. júní 2020Uppfært:11. júní 2020Engar athugasemdir1 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Sony kynnti PlayStation 5 leikjatölvuna á sérstakri PS5 kynningu sem haldin var í kvöld. Í fyrsta sinn birti fyrirtækið myndir af leikjatölvunni sem væntanleg er í verslanir síðar á þessu ári. Sony hafði áður birt myndir af fjarstýringunni sem fylgir tölvunni og má segja að útlit tölvunnar fylgi útliti hennar þar sem litirnir hvítur og svartur eru allsráðandi.

    Á kynningunni kom fram að tvær útgáfur af PlayStation 5 tölvunni verða í boði. Hefðbundna útgáfan inniheldur geisladrif (4K UHD Blu-Ray Drive) á meðan stafræna útgáfan, eða Digital Edition, verður án geisladrifs. Leikjaverslun hefur að miklu leyti færst yfir á stafrænt form undanfarin ár og er stafræna útgáfan því hugsuð fyrir þá spilara sem versla sína leiki eingöngu í gegnum netið. Stafræna útgáfa tölvunnar tekur minna pláss og má segja að hún líti aðeins betur út en hefðbundna útgáfan þar sem geisladrifið skekkir útlit hennar aðeins. Sony gaf ekki upp hvað tölvan ætti að kosta en það má fastlega gera ráð fyrir því að stafræna útgáfan verði ódýrari.

    Nokkrir PlayStation 5 aukahlutir voru einnig sýndir í kvöld: DualSense hleðsludokka, ný HD myndavél, Pulse 3D þráðlaus heyrnatól og fjarstýring. Ekki var minnst á PlayStation VR.

    playstation PlayStation 5 PS5 sony
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #10 – Summer Game Fest, Unreal Engine V og FFVII Remake samantekt
    Næsta færsla Sýnishorn úr væntanlegum PlayStation 5 leikjum
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.