Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Það helsta sem þú þarft að vita fyrir Midgard 2019!
    Menning

    Það helsta sem þú þarft að vita fyrir Midgard 2019!

    Höf. Bjarki Þór Jónsson10. september 2019Uppfært:10. september 2019Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Dagana 13.-15. september næstkomandi verður Midgard ráðstefnan haldin í annað sinn. Við nördarnir mættum í fyrra og mælum hiklaust með þessum viðburði. Hér er yfirlit yfir allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir Midgard 2019!

    Hvað er Midgard?

    Midgard er nördaráðstefna (eða „convention“ (stundum stytt sem con) eins og þekkist erlendis) á vegum Nexus og Cosplay Iceland. Margar ráðstefnur leggja áherslu á ákveðin þemu innan nördaheimsins eins og til dæmis getur verið sérstök ráðstefna eingöngu tileinkuð teiknimyndasögum og önnur tölvuleikjum, en á Midgard er eitthvað fyrir alla, sama hvort þú hefur áhuga á borðspilum, tölvuleikjum, teiknimyndasögum, búningum, ofurhetjum eða öðru sem tengist hinum undurfagra nördaheimi.

    Myndir frá Midgard 2018

    Hverjir mæta og hvað verður í boði?

    Sérstakir gestir í ár eru meðal annars Hugleikur Dagsson ofurnörd, Manu Bennett úr Spartacus sjónvarpsþáttunum, Tom Vasel og Zee Garcia úr The Dice Tower, Dan Abnett, Guardians of the Galaxies teiknimyndasöguhöfundur og höfundur Warhammer 40k skáldsagna, Ivan King, tónlistarmaður, leikari og cosplay hönnuður og David Bateson sem ljáir meðal annars Agent 47 rödd sína í Hitman tölvuleikjunum. Hægt er að sjá lista yfir alla gesti Midgard 2019 á heimasíðu hátíðarinnar.

    Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar verða á staðnum að kynna eða selja varning. Þar á meðal verða íslensku tölvuleikjafyrirtækin Myrkur Games, Solid Clouds og Parity á staðnum með leiki sem eru í vinnslu. Vinir okkar úr Spilavinum og Gamestöðinni verða með sérmerkt svæði auk fjölmargra listamanna.

    Á heimasíðu Midgard er að finna lista yfir alla sýningar- og sölubása, gesti og dagskrá, en líkt og í fyrra endar hátíðin með cosplay-keppni sem fer fram á sunnudagskvöld.

    Myndir frá Midgard 2018 – hægt er að skoða fleiri myndir á Facebook-síðunni okkar

    Hvar og hvenær verður ráðstefnan haldin?

    Í fyrra var Midgard ráðstefnan haldin í Laugardalshöll en að þessu sinni fer hún fram í knattspyrnuhöllunni Fífan í Dalsmára 5 í Kópavogi dagana 13, 14. og 15. september, en mest er um að vera laugardaginn 14. september og sunnudaginn 15. september.

    Hvað kostar og hvar kaupi ég miða?

    Miðakaup fara fram á Tix.is. Hægt er að kaupa hefðbundinn þriggja daga passa á 10.000 kr. sem gildir út hátíðina eða sérstakan VIP passa á 25.000 kr. sem gefur aukin fríðindi eins og að mæta á undan öðrum og hitta gesti hátíðarinnar. Einnig er hægt að kaupa staka dagspassa á 4.000-5.500 kr. og fá börn á aldrinum 8-14 ára passa á um helmingi lægra verði og börn undir 8 ára aldri fá frítt inn svo framarlega sem þau eru í fylgd með fullorðnum með passa.

    Nánari upplýsingar?

    Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Midgard og á Facebook-síðu Midgard.

    con cosplay Midgard nexus ráðstefna spil tölvuleikir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaControl hefur sína kosti og galla
    Næsta færsla Svona var stemningin á Midgard 2019
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.